| | 2 ummæli


HA HA HA HA, ég get horft endalaust á littla Bretland. Sko bókstaflega. Ég keypti mér nebbla stafræamynddiska með þeim, eða DVD eins og við köllum þá í daglegu tali.
| | 0 ummæli
Mér finnst ég vera geðveikt gamall í skólanum. Ekki vissi ég að busarnir væru svona littlir. Mér finnst nokkur þeirra vera bara agnar smá börn og sum ekki mikið stærri en skólatöskurnar sínar. Var að vakna eftir fegurðarblund og nenni ekki að fara út að skokka, eitthvað svo erfitt að koma sér í gírinn þessa daganna, smá sumar í manni ennþá.
| | 2 ummæli
Síðasta önnin mín í FSU ætlar að verða mjööög þægileg, sef út flesta daga og er í raun bara í nokkrum "alvöru" tímum. Er t.d í matreiðslu, sem ég geri nú ráð fyrir að skrá mig úr. Þarf að tala við vinkonu mína hana Ásu Nönnu (áfangastjórinn) og láta hana plögga þetta fyrir mig. Svo ætla ég að læra af síðustu önn og ekki láta plata mig til þess að vinna í mötuneytinu, með því ömurlegra sem ég hef gert um æfina. Maður svitnar geðveikt og svo mundi ég aldrei hvað neitt kostaði sem varð til þess að ég fór í taugarnar á öllum, svo var farið að kalla mig Magga í Mötó, sem er kannski allt í lagi. En núna get ég varla beðið eftir að fara út að hlaupa á morgun og fara svo í sund, skil ekki hvernig fólk þarna úti (Englandi, var að koma áðan) lifir án þess að hafa heita potta, eða meira stóra potta með heitu vatni í sem gerðir eru fyrir böð, til að koma í veg fyrir allan misskilning.

Núna í spilun: First Of The Gang To Die by Morrissey
| | 0 ummæli


Farinn til London á ráðstefnu, kem heim 22.08.06.
Sendið öll erindi á megnus hjá mac.com, eða skiljið eftir skilaboð á símsvaranum mínum.

Núna í spilun: The Hardest Part by Coldplay
| | 0 ummæli
Á íslandi er hægt að panta sér flugmiða til Kúlalúmbur í gegnum netið á 10 mín, í Bretlandi er það klukkutíma próses að panta einn lestarmiða, ég gefst upp og hringi bara út á morgun!

Núna í spilun: Lestin Er Að Fara by Sálin Hans Jóns Míns

| | 0 ummæli
Jæja þá kláraði ég síðustu vaktina mína, og skilaði lyklunum. Gott að þetta sé búið, því núna get ég einbeitt mér að því að pakka fyrir london, fer á morgun. Fór í klippingu til að lúkka vel í úti, einhver nýr gaur byrjaður hjá Leif. Spurði mig pent hvort ég vildi "eitthvað kjaftæði", ég sagði "nei, bara svona klippingu". Kannski ekki besta klipping ævi minnar, en hún gerir sitt gang. Hvernig ætli hann hefði klippt mig hefði ég sagt já? Hann endaði þetta svo á að spurja "viltu þetta ekki bara dry?" ég spurði hvað það þýddi, þá var hann að spurja hvort ég vildi gel...Sumir eru bara of cool og við hin getum ekki orðið jafn svöl, bara getum það ekki.

Núna í spilun: Glænýr Guð by Sálin Hans Jóns Míns
| | 1 ummæli
Það er ekki hægt að segja annað en breska lögregan sé starfi sínu vaxin. Annars var ég að uppgvöta Morrissey, alveg ótrúlegt að maður hafi látið þennann snilling fram hjá sér fara öll þessi ár...Fórum að skoða Inga í gær, gaman að sjá hvað Akademían (þar sem hann vinnur) er flott, líka gaman fyrir hann að vinna við aðal áhugamálið sitt, fengum líka að nota grillið hans. Próf í eðlisfræði á morgun og svo london eftir nokkra daga, vonum bara að maður verði ekki skotinn niður...

Núna í spilun: First Of The Gang To Die by Morrissey