| |
Síðasta önnin mín í FSU ætlar að verða mjööög þægileg, sef út flesta daga og er í raun bara í nokkrum "alvöru" tímum. Er t.d í matreiðslu, sem ég geri nú ráð fyrir að skrá mig úr. Þarf að tala við vinkonu mína hana Ásu Nönnu (áfangastjórinn) og láta hana plögga þetta fyrir mig. Svo ætla ég að læra af síðustu önn og ekki láta plata mig til þess að vinna í mötuneytinu, með því ömurlegra sem ég hef gert um æfina. Maður svitnar geðveikt og svo mundi ég aldrei hvað neitt kostaði sem varð til þess að ég fór í taugarnar á öllum, svo var farið að kalla mig Magga í Mötó, sem er kannski allt í lagi. En núna get ég varla beðið eftir að fara út að hlaupa á morgun og fara svo í sund, skil ekki hvernig fólk þarna úti (Englandi, var að koma áðan) lifir án þess að hafa heita potta, eða meira stóra potta með heitu vatni í sem gerðir eru fyrir böð, til að koma í veg fyrir allan misskilning.

Núna í spilun: First Of The Gang To Die by Morrissey

2 ummæli:

Jóna Þórunn sagði...

Haha, þú getur ekki verið Morrisey-fan ef þú hlustar alltaf á sama lagið.

Ágústa Arna sagði...

Þannig að ég fæ engan afslátt í mötuneytinu?? ohh