| |
Jæja þá kláraði ég síðustu vaktina mína, og skilaði lyklunum. Gott að þetta sé búið, því núna get ég einbeitt mér að því að pakka fyrir london, fer á morgun. Fór í klippingu til að lúkka vel í úti, einhver nýr gaur byrjaður hjá Leif. Spurði mig pent hvort ég vildi "eitthvað kjaftæði", ég sagði "nei, bara svona klippingu". Kannski ekki besta klipping ævi minnar, en hún gerir sitt gang. Hvernig ætli hann hefði klippt mig hefði ég sagt já? Hann endaði þetta svo á að spurja "viltu þetta ekki bara dry?" ég spurði hvað það þýddi, þá var hann að spurja hvort ég vildi gel...Sumir eru bara of cool og við hin getum ekki orðið jafn svöl, bara getum það ekki.

Núna í spilun: Glænýr Guð by Sálin Hans Jóns Míns

Engin ummæli: