Árið 2005

| | 2 ummæli
var gott ár. Skurðaðgerð, Dale, Morfís, Króatía, Slóvenía, Ítalía, Efnalaugin og Sundlaugin, nýr bíll, 19 árið í röð einstæður og barnlaus, fór út að hlaupa, áttaði mig á hvað mig langar til að læra, 12% veltuaukning á bankabókinni...En annars var árið óvenju fréttalítið, ég var bara ég, eins og venjulega og ekkert stórvæglilegt kom fyrir, vann ekki í lóttó, fékk ekki óskar. Minna stress þetta árið heldur árið þar áður, ég er afslappaðri að flestu leiti. Var duglegur að hjálpa mömmu með heimilisverkin í ár, lærði á þvottavél og fleiri tæki sem ég kann ekki nöfnin á. Skólinn gekk vel, hann var líka skemmtilegri í ár. Mörg járn í eldinum fyrir næsta ár, margt sem ég vil gera en annars er ég sáttur við mitt. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla
| | 0 ummæli
Fór út eftir vinnu og skokkaði, eitthvað sem ég hef ekki vanið mig á í gegnum árin. Það skrýtan er að mér fannst það bara gaman, reyndar ekki með iPod sem hefði verið betra. Ég ætla að reyna að venja mig svona lagað, áramótaheit held ég bara. Sem minnir mig á hvað ég er kominn með mörg áramótaheit.
| | 0 ummæli
Tók mig til og las allar færslurnar á þessu bloggi. Hef ekki hugmynd um hvað þær eru margar, en margar þó
| | 4 ummæli
TILNEFNINGAR 2005

Fyndnasti Magnúsinn 2005
-Mamma
-Hjalti
-Heimir
-Ágústa
-Laufey

Best lyktandi Magnúsinn 2005
-Mamma
-Laufey
-Marie
-Amma ósk

Mesti Magnúsar lánarinn 2005
-Mamma
-Kolbeinn
-Friðfinnur

Besta afmælisveislan 2005
-Einar og Gunnar
-Mamma
-Heimir

Dúllulegasti Magnúsinn 2005
-Iðunn Ása
-Mamma
-Jósep

Kemur ársins 2005 (nýjung)
-Laufey
-Jóna
-Heimir

Mesti Magnúsinn 2005 fellur niður vegna tækniörðuleika
| | 0 ummæli
Feeling blue? komdu þá í sund milli 14:30 og 21:15 á Selfossi á morgun þar sem ég verð fremstu meðal jafninga og passa sundlaugargesti eins og kollegi minn gerði forðum
| | 4 ummæli
Image hosted by Photobucket.com
Við hér á megnus.blogspot.com viljum minna á Magnusinn 2005. Tilnefningar verða kunngjörðar 30. des og úrslit á nýársdag. Nokkrir flokkar hafa verið teknir af dagskrá en til að vega upp á móti hafa nokkir bæst við. Veitt verða verðlaun í eftirfarandi flokkum:

Fyndnasti Magnúsinn 2005
Best lyktandi Magnúsinn 2005
Mesti Magnúsar lánarinn 2005
Besta afmælis veislan 2005
Dúllulegasti Magnúsinn 2005
Kemur ársins 2005 (nýjung)
Mesti Magnúsinn 2005 (nýjung, aðeins þeir sem heita Magnús samkvæmt þjóðskrá geta fegnið þessi verðlaun)




| | 3 ummæli
Kallinn alltaf ferskur
| | 0 ummæli
Ég vil þakka Gunnari Orra Gröndal verkfræðingi hjá Orkustofnun fyrir alveg einstaklega skemmtilega heimasíðu. Snyrtilega sett upp og svo eru linkarnir í "Síðurnar mínar & fleira" alveg frábærir (b2 hvað!). En svona í alvöru talað held ég að þetta sé grín hjá honum...held en samt ekki viss, meina maðurinn fjallaði um Ísstíflur við Urriðafoss í Þjórsá í MS verkefninu sínu við HÍ...eða kannski er það líka bara grín hjá honum, kannski er þessi maður Andy Kaufman íslands, kannski er líf þessa manns einn stór brandari sem við eigum ekki eftir að fatta fyrr en hann deyr, eins og Andy...Hver veit
| | 0 ummæli
Ohh get ekki sofnað aftur!
núna í spilun: Ave Maria by Andrea Bocelli
| | 0 ummæli
Hvað varð um hæfileika mína í Buzz? Endaði með 0 stig tvisvar í röð...En annars ætla ég á útsölu á morgun í Dressmann með gjafabréfið mitt.
Ég átti svo erfitt með að sofa síðastliðna nótt að ég fór út klukkan 6:15 og skrapp út í laug þar sem starfsfólkið var að opna laugina...fór niður og sippaði og lyfti 30 mín og fór svo í pottinn. Það var frekar skrýtið. Sofnaði svo klukkan 10!
| | 0 ummæli
Ohh ég ætlaði í sund áðan, labbaði glaður af stað en þegar ég kom var lokað. Er ekki með ástæðuna á hreinu. Þannig að ég verð að fara í sturtu hérna heima, sem er ekki gaman af því að við erum eiginlega ekki með sturtu. Meira baðker þar sem þú getur staðið eins og fífl og sturtað þig með sturtuhaus...En annars var ég að koma af Narnia sem er alveg ágætis mynd...
| | 3 ummæli
Fékk hugmynd. Núna er ég búinn að vera í jakkafötum í 2 daga næstum. Ég hef ákveðið að vera í þeim í 6 daga í viðbót. Skipta ekki um föt (nema náttla nærföt) það sem eftir er af árinu. sem sagt, ef þið rekist á mig fyrir áramót verð ég í jakkafötum.
| | 2 ummæli
Jæja þá er ég búinn með The Office, seríu 1 og 2 sem ég gaf pabba í jólagjöf af því að mig langaði svo í þættina...eru það ekki alltaf bestu gjafirnar? Góðir þættir, mjög góðir. En annars fékk ég störnusjónaukann! Það hafa reyndar ekki sést stjörnur né tungl núna í 3 daga og hef ég þess vegna verið að fylgjast með nágrönnum mínum. Bara ef ég kynni varaslestur. Svo fékk ég líka föt, rakspíra, nærbuxur, blöð, Buzz, og eitthvað fleira. Mjög ánægður með allt, en þið?
| | 3 ummæli
Úff. Þá er Jólakapplaupið á enda. Fór með Pabba og Kobba í bæinn áðan og afgreiddi næstum allt. Byrjuðum í The Kringl þar sem ég setti heimsmet í að velja mér jólagjöf, Attack and destroy er mitt mottó þegar kemur að búðum. Fer inn, tek eitthvað sem lítur ekki út eins og jólapappír. máta. og ef ég passa í flíkina og ef hún er ekki úr pappír og er í raun jólappapír þá kaupi ég hana eða læt taka hana frá, yfirleitt á einhverju fáránlegu erlendu nafni, Mesterson eða Destenson. Allt þetta er gert á innan við 4 mín. Svo labba ég bara um The Kringl glaður í bragði. Beið í heilar 40 mín eftir Kobba og Pabba sem kom til baka með RIIISA kassa með einherju sem ég hef ekki hugmynd hvað er. Svo var farið á MCdónalds þar sem ég ákað að stækka ekki máltíðina upp í Humongous-Colossal-Meal. Ég ætla aldrei á MCdónalds aftur, of mikið sull...Svo fórum við á laugarveginn þar sem allt var mikið skemmtilegra og jólalegra en í The Kringl...En núna VERÐ ég að fara að sofa!
| | 3 ummæli
Jæja þá er ég búinn með öll kortin fyrir þetta ár, eða þetta eru raunar bara vélrituð jólabréf sem allir fá. Til gamans má geta að það bætust 3 á jólakortalistann í ár!
| | 3 ummæli
Jæja ég er að fela mig hérna í herberginu mínu nývaknaður. Nenni ekki að fara niður því nýja kærastan hans Friðfinns er niðri og ég er feiminn. Þarf samt á klóstið...
| | 0 ummæli
Þá er jólainnkaupin að hefjast. Fórum saman fjölskyldan (eða alla vega þeir sem ekki eru farnir að heiman) að leita að gjöf handa Skúla og líta á heimabíókerfi sem Pabbi heldur ekki vatni yfir. Fórum líka í Húsasmiðjuna að líta á blandara (?). Svo er það jólaferðin okkar Kolbeins og Pabba á föstudag þar sem öllu verður reddað á 12 tímum eins og venjulega. Mér finnst þorláksmessa svo geggjuð, jafnast næstum á við jólin. Allt er orðið hreint hérna heima, seríur, ljóskasstari á húsið eins og venjulega. Mamma leigði meira að segja Famlily Man til þess að horfa á í kvöld, ef þetta eru ekki jólin þá veit ég ekki hvað.
| | 2 ummæli
OK þá er komið að jólagjafalistanum 2005...

1. Falleg jólakort frá vinum og kunningjum
2. stjörnusjónauki
3. Gallabuxur
4. Hettupeysa
5. Úlpa
6. Árskort í bíó (kannski í næsta lífi)
7. Einhverja góða bók

Annars er ég búinn að vera að taka til frá því ég vaknaði í draslherberginu. Alveg ótrúlegt hvað maður finnur við svona dúttlerí. 30 Lifandi Vísindi og örugglega 5 ritgerðir! Ætla að flokka þetta allt núna...

| | 9 ummæli
Og ég held áfram að fá í skóinn...Fékk Nissa í morgun sem kom sér vel þegar leið á daginn. Gaman hvað hann pabbi er ekki neitt að hætta að gefa okkur í skóinn þótt við komumst til vits og ára (ég er að komast á mitt 20 aldursár). Sem betur fer er hann ekki eins og sumir prestar sem neita því alfarið að jólasveinninn sé til. Aðeins meira áfall fyrir 5 ára dúllu að fá það eins og blauta tusku í andlitið að eitt það mest spennandi við jólin, jólasveinarnir, séu ekki til! Ég ætla að verða eins og pabbi og gefa börnunum mínum í skóinn for live!
| | 3 ummæli
Jæja þá er bústaðarferðin farin. Það var mjög gaman, sá brjóst og allt...Sem var kannski eftir á að hyggja ekki beint gaman, samt ekki leyðinlegt sko, eða sko þau voru alveg flott og allt það en skildu ekkert eftir sig, eins og þegar mar les bók þá eftir að hafa lesið hana leggur maður hana frá sér og hugsar "já ok" og fer svo aftur út í lífið reynsluni ríkari. Hefði ég ekki verið þarna hefðu þau samt verið ber þannig að ég kom málinu lítið sem ekkert við og þar með var ég bara vitni...Sem er kannski ekki neitt stótmál

Var mikið í pottinum og borðaði mikið af skrýtnum mat sem Bónus selur sem "Pizza", en ég hef smakkað "pizza" oft um ævina og þetta var ekki einu sinni svipað "Pizza", meira út í ristað brauð með osti og pepparóní dæmi. Svo læri ég spil sem heitir Kani og ég fatta ekki alveg ennþá en samt vann ég (held ég) nokkrum sinnum, ótrúlegt spil. Uppplifði misskilning lífs míns með Halldóri Berg í Pakki, sem er enn eitt spilið, komst að því hvað ég vil, en ofan á allt annað átti góða helgi með frábæru fólki!
núna í spilun: Champagne Supernova by Oasis
| | 0 ummæli
Kolbeinn kominn með blogg!
| | 3 ummæli
Eftir að ég fékk iPodinn minn aftur frá Herði hef ég rétt svo slökkt á honum meðan ég fer á klósetið. Elska tónlist. Alla tónlist
| | 0 ummæli
Tók upp morgunblaðið um daginn og blasti ekki við mér ristastór mynd af pabba mínum framan á blaðinu að messa í kirkjunni á árbæjarsafninu! Hann tjáði mér áðan að hann hafi ekki tekið eftir þegar myndin var tekin og það hafi komið honum í opna skjöldu að sjá sjálfan sig framan á morgunblaðinu þegar hann vaknaði morguninn eftir, skemmtilegt það.
| | 4 ummæli
Núna er ég búinn að vera réttindalaus í næstum 3 mánuði...Þar að segja ekki með bílpróf. Nei ég keyrði ekki fullur (drekk ekki einusinni), og nei ég var ekki að prufa hámarkshraðann á Bensanum, og nei ég ákvað ekki að ég væri ekki hæfur að til að stjórna ökutæki og hafi þar með skilað skirteininu til yfirvalda...Ég bara hef ekki haft tíma til að endurnýja, eða ekki komist í það, alltaf ætlað en gleymt (á morgunsíus sjúkdómurinn ógurlegi). Ég skal viðurkenna að á þessum þremur mánuðum hef ég notað mér það frelsi sem felst í því að aka bíl, og ég skal fúslega viðurkenna að ég hef gert það oftar en stöku sinnum. Auðvitað er þetta óttarlegur hálfvitaskapur að drulla sér ekki upp á lögreglustöð og endurnýja, kominn með alla papríra sem þarf og allt en mér til málsbótar get ég þó sagt að aldrei á mínum stutta ferli sem ökumaður hef ég keyrt jafn varlega. Fer aldrei yfir hámarkshraða, tek aldrei sénsa neinstaðar. það liggur við að ég skrúfi niður rúður og rétti hendina út til að það sé alveg á hreinu í hvaða átt ég ætla mér að fara. Ég hef ekki hugmynd um hvað það liggur mikil refsing á bak við það að keyra réttindalaus, ekki er hægt að taka prófið af manni:-), en ég er nokkuð viss um að ég hafi ekki efni á að borga einhverja sekt...Þannig á morgun ætla ég mér að taka mér hressingargöngutúr (soldið over the top að keyra út á löggustöð) og endurnýja kortið, jafnvel þótt það þýði að ég verði hættulegri ökumaður fyrir vikið. Þetta kennir okkur að strangari löggjöf á ökubrotum bætir umferðina...

núna í spilun: Torn by Natalie Imbruglia
| | 2 ummæli
Var að átta mig á því að ég á alveg ótrúlegt safn af rómantískri tónlist, Nefnið eitthvað frægt rómantíst lag og ég get lofað ykkur að ég á það!
| | 6 ummæli
Aðgerðarleysið er að ná til mín. Ég horfi á dagatalið og sé fyrir mér 3 vikur af "Endurskipuleggja gamla plötusafnið hans pabba eftir lit" . Vona að ég fái eitthvað gott spil eða spennandi bók í jólagjöf. Hins vegar fæ ég ekki bækur í formi gjafa, þar sem Mamma er bókasafnstrúa og neitar að kaupa bækur ef hægt er að fá þær á bókasafninu, sem er kannski rétt sjónarmið...En góðu fréttirnar eru þær að ég fékk nýjan HENSON galla áðan merkan UMF Selfoss!
| | 1 ummæli
ég fann ógeeeeððððslega fyndið myndband á netinu. Mynndbandið fjallar um mann sem var einu sinni með þátt eins og "Fólk með Sirrý" en var rekin eftir að hafa fjallað um læknamistök í einum þættinum. Jafnvel þótt þið skiljið ekki hvað sagt er þá er þetta samt ógeðslega fyndið! Hlustið vel

(Heimild anna.is)

Myndbandið
| | 0 ummæli
Ef ég ætti að velja fyndnasta mann í sjónvarpi í dag, þá væri það þessi hérna.
| | 0 ummæli
Þá er síðasta prófið á morgun, Stuð í stæ nánar til tekið. Var með Jónasi í dag að læra stæ, alveg ótrúlegt hvað maður lærir mikið meira svona saman heldur en hitt. Þegar ég er búinn með prófið á morgun ætla ég beint á Subway og verðlauna mig með einum sveittum. Svo er það bara slökun í 3 vikur þar sem ég er sá einu á heimilinu sem er ekki að vinna í jólafríinu, Er að byrgja mig upp af Prison Break og Top Gear þáttum til þess að ég hafi eitthvað að gera...Svo er ég buinn að lofa mömmu að sjá um húsverkin að mestu. Get ekki beðið eftir jólunum.
| | 0 ummæli
Hjalti
1. áður en við urðum vinir hafði ég vitað um þig í mörg ár, og þú örugglega um mig. Mér fannst þú alltaf svo skrtýtin en það var örugglega bara ég sem var sá skrýtni...
2. Hey Ya með Outkast
3. Cokebragð
4. Þú í klefanum í sundlauginni upp á velli að tala við Inga þór
5. ísbjörn
6. fannst þér gaman að vera í náttkjólnum hennar mömmu?
| | 0 ummæli
Ð og Þ eru sumstaðar soldið skrýtnir hérna fyrir neðan...Tæknin aðeins og strýða mér...En þið sem eruð ekki á listanum, það er ekki of seint að komast á hann bara að kommenta hérna
| | 0 ummæli
Heimir
1. 10 ár og þú kemur mér ennþá á óvart:-)
2. Jesu, Joy Of Man's Desiring með Bach
3. Kókómjólkbragð…
4. uuu…Við saman að púsla áður en X ára afmælið þitt byrjar…
5. Gamla froskinn minn hann Guðmund
6. Hvað eyðirðu mikið í bíóferðir á ári?

Jóna
1. Hestar fyrir flér eru eins og bílar fyrir mér, mjög spennandi vi›fangsefni
2. Starman me› Ziggy stardust (David B)
3. Mjólkurbragð (sko bóndastelpa og allt þa')
4. Fyrsti tími í 2 bekk “ er jóna mætt” þú svarar “já”
5. Hestar (sko bónda stelpa og allt það)
6. Hvað er þetta gula þarna á Þessu græna þarna??

Iðunn ása
1. Þú ert dúlla (Krúttíbolla)
2. Come Fly With Me me› Frank Sinatra
3. Jarðaberjabragð
4. Á kynningar fundi fyrir DC, þar sem þú helst ræðu
5. Póny hest
6. Hvenar gekkstu í KFMK?

Stebbi
1. Þú færð mjög klikkaðar hugmyndir sem flú oftar en ekki hrindir í framkvæmd, sem er bara geggjað
2. Do You Want To? Með Franz Ferdinand
3. Súkkulaðibragð
4. Í gæslu hjá Stellu eftir skóla
5. Mannapa
6. Ertu búinn að selja Escortin?

Laufey
1. fiú getur látið allt líta út fyrir að vera kúl, jafnvel plástra á tám:-)
2. Ice Ice Baby með Vanila Ice
3. Grænn hlunkur bragð
4. þegar við fjölskyldan komum að líta á nýja húsuið okkar á Selfossi, þar varst þú inn í stofu að horfa á sjónvarpið
5. Beiki Pardusinn
6. Er kakktusinn lifandi?

Fúsi
1. Fyndin og alltaf í stuði!
2. Master of puppets með Metallica (hva› anna›?)
3. Bananabragð
4. þegar þú komst á æfingu í fyrsta sinn fyrir 100 árum
5. Gírafi
6. Hvar er kejllinn?

Birna
1. Alltaf í góðu skapi!
2. Úti Í Eyjum með Stuðmönnum
3. Ananasbragð
4. Fyrsti Amokka hittingurinn
5. Ugla
6. Hvað tekurðu í bekk?

Ágústa
1. fiú ert með mest smitandi hljátur sem ég veit um
2. Feel Good Inc. með gorillaz
3. Eplabragð
4. uuu…fiegar við gistum í skátaheimilinu fyrst fyrir 100 árum
5. Strumpadýr!
6. Ertu strumpur?

Ágúst
1. hefur lúmskan húmor
2. Waterloo með Abba
3. Piparminnta
4. Fyrsti DC fundurinn þar sem þú lékst nafnið þitt
5. íkorna
6. Hvað áttu í spjótkasti?

Kolbeinn (last but not least)
1. My own personal bank!
2. Stairway To Heaven með Leddaranum
3. Smákökubragð
4. …uuu…Man ekki eftir að hafa hitt þig í fyrsta skipti, hefur alltaf verið hérna
5. Gullfisk
6. Hvað er ég gamall?:-)
| | 0 ummæli
Jæja Icelandic gekk vel...Þá er það Germaninn!
| | 0 ummæli
Búinn að vera lesa í allan dag. Þegar ég loka augunum sé ég bara textan fyrir mér, svart á hvítu. Er alveg gegnsósa af fróðleik um skáld, stefnur í ljóðlist og fullt af fólki sem ég vissi ekki að hefðu verið til! Sé fyrir mér að lesa alla vega til 12 eða 1...Reyna svo að sofa eitthvað fyrir prófið, eða prófin. Þau eru víst 2 á morgun. Icelandic and German. Svo er það Math on Monday, sem verður bara gaman. Ef ég kvíði enhverju þá er það Germaninn. Ég á svo óendanlega erfitt með að læra nýtt tungumál að það er sorglegt. Jæja sjáum hvað setur, hlít að ná þessu, er búinn að læra eins og Motherf####r.
| | 1 ummæli

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.

2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.

3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.

4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.

5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.

6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
| | 0 ummæli
Æj æj...er hérna á fullu að klára ritgerð í stjörnufræði sem ég á að skila í dag, alltaf að finna mér eitthvað annað að gera, fá mér Cocoa Puffs, kíkja í Moggann, taka til, Blogga um hvað ég nenni þessari ritgerð ekki! Það eina sem heldur mér gangadi er sú tilhugsun að eftir aðeins 7 daga verð ég frjáls. En talandi um góðar hryllingsmyndir, horfði á Saw II í gær og kom hún bara á óvart, kannski ekki alveg jafn góð og Saw I en samt nokkuð þétt.

Hvað er aftur raunbirta á ensku?
| | 0 ummæli
Vá hvað misskilningur getur bæði verið skemmtilegur og, eins og ég komst að áðan, ógeðslega leiðinlegur!
| | 0 ummæli
Ok...Eftir margra tíma lestur um Gísla Magnússon og fleiri frömuði langar mig að æla! Próf eftir 6 tíma. Best að fara að lúlla og hugsa um gardínur
| | 0 ummæli
Sem betur fer erum við ekki öll eins....
| | 0 ummæli
Þá eru prófin byrjuð...Eða að byrja. Nett stress í gangi, sem er bara góðs viti held ég. Las yfir stærðfræðina áðan og áttaði mig á því að hún ég kunni hana þegar ég hló að þessu öllu saman. Búinn að ná ensku, og það með stæl! Búinn að ná jarðfræði, og það með stæl! Íslenskan verður léttari en venjulega þar sem lesefnið er svo lógíst, bókmenntasaga o.f.l. Svo er það þýskan, þar sem ég slakastur...Bara spurning um að vera jákvæður.

DC námskeiðið endaði í gær, eða byrjaði, fer eftir því hvernig mar horfir á það. Ég er búinn að læra alveg rosalega á þessu, meira en ég gerði mér vonir um. Svo er ég líka búinn að kynnast helling af skemmtilegu fólki. Ég mæli með svona námskeiði fyrir alla, sama þótt þú heitir, ok nöfn koma þessu kannski ekki mikið við...sama þótt þú teljir þig vera mjög góða/nn í manlegum samskiptum, það geta allir bætt við sig! GO DALE!
| | 0 ummæli
Eina hreyfingin sem ég fékk í dag átti sér stað milli 14:30 og 14:45 þegar ég labbaði út á Subway, annars hef ég verið að lesa og boða fagnaðarerindið. Prófin að byrja í næstu viku, frekar jákvæður fyrir þeim. Fékk samt áfall í síðustu viku þegar mér var tjá að áfangi sem ég hélt að væri próflaus væri með lokapróf!
Annars er ég byrjaður að spila jólalögin, svona rétt til að hita upp. Þarf samt að niðurhala nokkrum til að eiga "The ultimate christmas song collection". Hef nebla mikin metnað í því að eiga besta lagasafnið.
| | 0 ummæli
We go now yes?
| | 0 ummæli
Er í LÍF þessa stundina að læra um skjólbelti...Holprósentur og skjóláhrif, allt mjög intresant! Fór í matarboð í gær heima hjá Iðunni, það var mjög gaman. Mamma hennar eldaði pasta sem var mjög gott, svo voru mandarínur og piparkökur í desert. Ég hafði mjög gaman af þessu boði, þótt ég hafi kannski ekki sagt mikið. Alveg ótrulega krúttíbollulegt af Iðunni að bjóða okkur, gaman að sjá hvað allir í fjölskyldunni voru líkir í útliti. Svo ætla á tónleika með Ensími í kvöld!, hlakka til þess
| | 0 ummæli
Erum að vinna að stofnun "Málfundar- og menningarfélags F.su". Er rosalega spenntur fyrir þessu framtaki og þá sérstaklega að fá að vera einn af stofnendum. Haldin var fundur og gær og var ekki annað að sjá á fólki að mikill metnaður væri í liðinu, margar góðar hugmyndir. Vona að þetta eigi eftir að lifa eftir að maður fer frá skólanum, gaman að skilja eitthvað eftir sig...
| | 0 ummæli
Gaman verður á morgun þegar ég fer út að borða (eða heim að borða) með millihópnum mínum á námskeiðinu, mig hlakkar svo til, mig hlakkar alltaf svooo til, en það er langt og svo langt að bíða og allir dagar svo leeeeeengjað líðaaaaaaaaa. Sumar það er satt þá leið tíminn skelfing hratt en þeir flugu frá mér í snatri já fuglarnir og sólin eeeen nú er þetta breytt, það bara gerist ekki neitt og tíminn ráðskast ekkert og aldre koma jólin!!!...
| | 0 ummæli
Síðastliðna daga hef ég verið að missa mig í klassískri tónlist. Verið að leita ef einhverju gömlu og góðu, fundið fullt. Er ekki frá því að maður sé farinn að sýna smá merki um aldur þegar maður hlustar á Ave Marie og Carmina Burana í botni. Annars var ég að leita af síðunni hans Hjalta, en ég veit ekki hvernig á að stafsetja blómabeð á dönsku...Hjalti?
| | 0 ummæli
Hvernig er það, er áhugi fyrir árituðum myndum af kappanum? Get komið því í kring fyrir þá sem vilja sko...
| | 0 ummæli
Er hérna að rifja upp Oasis-skeiðið mitt, Live Forever, Supersonic, Columbia og fleiri góð lög. Man þegar ég hlustaði BARA á Oasis, kunni alla texta (og kann enn), fílaði öll lögin í botn (og geri enn) og var alltaf að pæla í hvaða lög færu á "Best of Oasis". Hugsaði með mér "bíddu, hvernig ætla þeir að gera Best-of-plötu fyrst öll lögin þeirra eru ógeð góð? Ég er með víðari smekk í dag...Má líkja þessu við Poul Oscar skeiðið hjá Laufey.

Bömmer dagsins

Þú kemur nývaknaður að eldhúsborðinu, hellir Just-Right í skál, snýrð þér að ísskápnum, og ekkert nema tilhugsunin um nýmjólk út á Just-Rightið kemst að, ekkert léttmjólkurbull, áttar þig á þeirri hryllilegu staðreynd að það er bara til undanrenna.

Þessir littlu hlutir...
| | 0 ummæli
Blue Steel
| | 0 ummæli
Muniði krakkar, það er dagur íslenskrar tungu á morgun!
| | 0 ummæli
Það eru til tvær tegundir af fólki, A. þeir sem standa upp þegar flugvélin stoppar og B. þeir sem sitja þangað A-arnir eru farnir. Ég er B
| | 0 ummæli
Ég er að pæla í afleiðingum þess að gefa MuMu kakómalt, fyndin pæling
| | 0 ummæli
Ég hef aldrei lesið bók áður þar sem mig langar frekar að flokka gamlar mjólkurfernur heldur en að lesa í bókinni sjálfri. Ertu ekki að grínast í mér? Maðurinn sem skrifaði bókina "The Woman who walked into doors" hefur virkilega þurft að einbeita sér að því að gera hana leiðinlega, hann hefur náð þessari þunnu línu þar sem bókin er leiðinleg, en þó ekki það leyðinleg að hún sé orðin skemmtileg aftur...Ætlaði mér að klára hana í dag en er ekki búinn með 20 bls, hins vegar er ég búinn að vera duglegur í STÆ og ÍSl. Fór í afmæli hjá írisi DC í gær og hitti þar fullt af fólki, meðal annars þennann gaur, sem er misskilin snillingur.
| | 0 ummæli
Jemin hvað það var gaman í gær...OK við töpuðum en samt stóðum við okkur vel, ég var alla vega mega sáttur með mínar ræður, öskraði og skammaðist. Lið MR var náttla mikið betur undirbúið, enda með gífurlega reynslu á bak við sig og þrotlausar æfingar. Við vorum hins vegar að gera þetta í fyrsta skipti og gátum alveg haldið höfði þegar við gengum út, þótt við fengum bara 750 stig (Mr 1500). Góð reynsla sem á eftir að nýtast okkur á næsta ári.
| | 0 ummæli
Er að fara að keppa í Morfís...og þess vegna smá meltingatruflanir í gangi. Umræðuefnið verður "Leitum að ævintýralöndunm". Keppnin verður haldin í ráðhúsi Reykjarvíkur kl 8 á föstudaginn næstkomandi. F.Su mælir á móti!
| | 0 ummæli
Jæja DC gekk vel í gær...held ég. Svaf yfir mig í morgun:-( vá hvað ég hata að sofa yfir mig, var alveg í rusli. Ætla svo út á bókasafn eftir skóla og læra Þýsku og Ensku. Kannski kaffihús í kvöld með DC, fer eftir veðri.
| | 0 ummæli
Ég er að gæla við þá hugmynd um að gera heimildarmynd. Langar að gera mynd þar sem mér er fylgt eftir í ferðalagi til RVK þar sem ég er að leita af alnafna mínum, sem er til notabene. Er búinn að komast yfir mynd af honum með hjálp Google, veit hvar hann vinnur og hvar hann á heima, þannig að þetta ætti ekki að vera erfitt. Svo væri gaman að bera líf okkar saman og komast að skemmilegum samstæðum okkar á milli.
| | 0 ummæli
Vetrar/haust/miðannar fríið er byrjað. Það verður samt ekki mikið frí hjá mér. Ritgerð um tungl, þýska, stærðfræði og Skógfræðiverkefni býða mín.
Það er ótúlegt hvað hægt er að komast að miklu um hvern sem er bara með því að nýta sér internetið. Ég googlaði manneskju (notabene ekki fræ) áðan og eftir smá krúsk komst ég að ótrúlega miklu. Svo er ég byrjaður að nýta mér Google í ensku. Slæ bara inn orðin eins og ég held að það sé skrifað t.d calander og fæ svona. Elska Google. Annars er lífið ljúft
| | 0 ummæli
Vá hvað það er hægt að hafa mikið að gera ef mann langar! Ég sat t.d. á 2 fundum á sama tíma í dag eftir skóla, ritráð og Morfís. Skemmtileg lífsreynsla það. Svo er fundur í bænum á morgun á Amokka, ég hef grun um að ég verði þessi fundar-týpa alltaf á fundi, "hey Magnús vilti koma í bíó?". ég:"því miður ég er að fara á fund". EÐA falleg kona: "make love to me Megnus" ég: "ég verð því miður að fara á fund sko"...
| | 0 ummæli
Fyrirhyggja er eitthvað sem mig vantar á flestum viðum lífs míns, samt er ég mikið farinn að spá í íbúðarkaupum...Slysast oft in á mbl.is/fasteignir og skoða og spöglera. Ætli fyrsta íbúðin verði samt ekki keypt eftir 7 ár.
| | 0 ummæli
Cool. Það er sérstakur Iceland Airwaves listi í bresku Itunes búðinni með plötur eftir þær hljómsvetir sem koma þar fram.
| | 0 ummæli
Eftir umtalsverða umhugsun þá ákvað ég að gera smá tilraun. Vinnuheitið var "Er munur á Trópí í fernu og Trópí í flösku" Eða "EMÁTÍFOTÍF". Ég hafði alltaf haldið að það væri munur, meira segja mjög viss í minni sök. Trópí í flösku bragðaðist bara einhvernvegin öðruvísi, ferksari mundu sumir komast að orði. Eftir smökkun áðan heima þá komst ég að því að það er munur, en hann er svo lítill að hann er hverfandi.
Annars er ég í ensku núna...
| | 0 ummæli
þetta er Magnús Már Kristjánsson. Hann er dósent við raunvísindastofnun Háskóla íslands. Hann er víst með meistaragráðu í matvælaefnafræði...svo er hann með emailið mm@raunvis.hi.is.
| | 0 ummæli
"Kemur" aldarinnar fær Laufey fyrir tilsvar sitt í gyminu
| | 0 ummæli
Er byrjaður í átaki. Vaknaði í morgun 40 mín áður en fyrsti tími byrjaði sem er persónulegt met. Las Moggann og Fréttablaðið og fékk mér Rice "C"eitthvað með kakómalti (afhverju kakóMALT?) sem er þjóðarréttur á mínu heimili. Áður en ég trítlaði í skólan pissaði ég svo út í garði, hlutur sem ég vandi mig á í sumar og líkar vel. (sko út í garði, ekki að pissa). Hætti því þegar fer að snjóa, frekar ógeðslegt fyrir gesti að sjá gula bletti út um allan garðinn...
| | 0 ummæli
Ætla að kaupa mér myndasögu bókina hans Hugleiks á morgun. Það þýðir að ég verð að fara í Nexus...sem ég hef aldrei gert.
| | 0 ummæli
Vá! ég er að missa mig hérna yfir Takk.... Þessi plata er geggjuð!. Vona að ég nái miða á tónleikana með Þeim þegar þeir koma til Íslands.
| | 0 ummæli
Vá hvað það er mikið að gera í skólanum. Próf hér, rigerð þar. Ég sé fram á að næsta helgi verði helguð plöntuverkefni, þýsku og kannski stærðfræði...Er núna í íslensku í en einu fyrirlestraverkefninu. Svo var ég með fyrirlestur í morgun about "South Africa" in English 503 sko. Próf úr High Fidelity í morgun meira að segja...
| | 0 ummæli
Fjármálin hafa aldrei verið í jafn góðu jafnvægi hjá mér. Skrýtið hvað þessi einkabanki hefur auðveldað mér að halda utan um eyðsluna og jafnframt sýnt mér í hvað ég er að spenda skeljunum. 80% í mat og hitt eru bíómiðar. Ef ég færi alltaf með nesti í skólan gæti ég sparað um 200.000 krónur á ári. eða um 2.000.000 á 10 árum sem er um 20.000.000 á öld! og ef ég setti þessa peninga inn á bankareikning með um 10% vöxtum værum við kominn í hundruð miljóna sem ég gæti sparað á því einu að smyrja heima...
| | 0 ummæli
Ég vissi að það hlyti að koma að þessu. Gerði mér grein fyrir þeirri staðreind að einhverstaðar þarna úti væri manneskja sem mundi "klukka" mig, Laufey. Ég held ég eigi að skrifa hér 5 staðreyndir um sjálfann mig.

1. Mér finnst mjög gaman í gögnutúrum...(án djóks)
2. Ég stefni á að verða verkfræðingur
3. Ég gjörsamlega DÝRKA Silvíu Nótt og þar með Ágústu sem leikur hana
4. Mér finnst gaman að fara í bíó einn með sjálfum mér
5. Ég hlusta á Talstöðina þegar ég hlusta á útvarp.

Svo á ég að "klukka" fimm aðra og ég ætla að sleppa því, búið að klukka alla þá sem blogga:-) (eða svo gott til).
| | 0 ummæli
Vá hvað þetta var ömurlegt og kalt. Aldrei aftur

HAHA! ég í fræsöfnunarferð

Hér líka
| | 0 ummæli
COOOOl!!!
| | 0 ummæli
Fyrir nokkru síðan sá ég svona auglýsingu í dagblaði og hugsaði með mér: "ojj hvaða lúserar fara á svona námskeið, penningaplokk dauðans" og svo áðan fór ég á kynningarfund og leist mjög vel á þetta. Ætla örugglega að skella mér á þetta...
| | 0 ummæli
Napoleon
You are Napoleon Dyanamite and a buttload of gangs
are trying to recruit you.
| | 0 ummæli
Hvað er málið? Þegar ég fór að sofa síðustu nótt var ég klæddur í bol, nærbuxur og stuttbuxur. Þegar Friðfinnur vakti mig í morgun, var ég búinn að klæða mig úr bæði nærbuxunum og stuttbuxunum. Vakanði sem sagt nakinn! En ég mæli dauðans með Charlie and the Chocolate Factory. Kom mér á óvart hvað hún var geggjuð.
| | 0 ummæli
Ég er í veðmáli við Hjalta. Ef ég fer undir 30 mín í 12 km hjólreiðum í brúarhlaupinu þá fæ ég frítt út að borða á Menam. Hann á víst 28 mín...og sagðist hafa verið dauður eftir það, þannig að ég veit ekki alveg hvort mér takist það. Búinn að kaupa mér nýtt hjól og allt fyrir þetta!
| | 0 ummæli
Þessi síða hefur bjargað mér oft. Mjög oft
| | 0 ummæli
Ég þarf að fara að stofna félag..Svona eins og félag einstæðra feðra...nema hvað mitt á að heita "félag þeirra sem ekki hafa leikið í múltimiljónakvikmynd í fjölskylduni á Bankavegi 8"...Ég, Mamma og friðfinnur erum öll í því. Kolbeinn fékk hlutverk í "Fáni Pabba Okkar" og Pabbi er búnn að vera upp á fjöllum í einhveri Nörskri mynd, Melkorka auðvitað hefur verið í nokkrum.
| | 0 ummæli
Vá! núna er nákvæmlega mánuður síðan ég bloggaði seinast...Mikið hefur gerst á þessum mánuði sem vert væri að segja frá...En ég hef bara ekki tíma til, því miður. Friðfinnur var að fá sér bíl þá eru komnir tveir á heimilið, það verður kannski kapphlaup milli mín og Kobba hver fær sé bíl á undan, því það eru bara 3 stæði við húsið, ég mundi allavega ekki nenna að leggja bílnum í garðinum. Skólinn byrjaður, eins og ég hræddist þá eru alltof mikið af busum...Það þarf að fara að stækka skólan verulega. Maður fær hvergi sæti og svo er alltaf geðveik biðröð í mötuneitinu. Þegar ég tek við stjórn skólans ætla ég að láta byggja "Störnutorg" þar sem mötuneytið er núna. Svo vil ég minna á Símann minn en hann er 6901938
| | 0 ummæli
Er að rifja upp hvað Smashing Pumpkins voru geggjuð hjómsveit. Man þegar Pabbi gaf mér Rotten Appel í afmælisgjöf. Hlustaði á hann öll jólin.
| | 0 ummæli
Er það bara ég, eða eru þessar geimferjur sem NASA er að skjóta upp einn stór brandari...tvær í tætlum og ein "föst" upp í geimnum. En annars var ég spurður af Heimi áðan hvað ég mundi gera ef Öll lögin í Gyðu mundu bless bless. Ég mundi gráta. Ekki það að ég gæti ekki fengið þau öll aftur, bara öll vinnan sem ég hef lagt í að búa til hið nánast fullkomna lagasafn er svoooo mikil. Las í einherju blaðinu í dag að blár ópal (fór á netið til að reyna að ná í mynd af bláum ópal og komst að því mér til mikillar furðu að það er til áfengur drykkur sem heitir víst eftir þessu nammi) muni hverfa af hillum búða innan tíðar. Rosalegar fréttir, og þá meina ég rosalegar fréttir fyrir Magga Tryggva og hans aðstandendur. En talandi um tvöfalda merkingu orða, í vinnuni þegar ég fer út "til að fá mér ferskt loft" þá halda allir að ég sé að fara út til þess að reykja, en nei ég reyki ekki. En mér finnst reykingalygt mjöög góð, notalegt að vera innan um eina eða tvær sígarettur.
| | 0 ummæli
Eftir að ég fékk einkabankann er ég alltaf að kýkja á stöðuna á netinu í veikri von um að einhver hafi lagt inn á mig...
| | 0 ummæli
Hitti stelpu um helgina sem er með símanúmerið 482-3032 heima hjá sér...Ég er með 482-3033...Hún sagði mér að oft hringi fólk heim til hennar og spurji hvort Magnús sé við. Mér finnst þetta svo magnað og fyndið. Næstum jafn fyndið og konan sem er með svipað númer og Pizza 67 hérna á Selfossi, hringi stundum óvart í hana.
| | 0 ummæli
DÚLLA!
| | 0 ummæli
Loftmynd af Porec, þar sem ég verð eftir aðeins meira en 2 vikur. Mér er farið að hlakka svo mikið til að ég verð að ganga með bleigu. Svo er Hérna mynd af hótelinu. Svo ég vitni nú í hann Heimi: "bara 2 vinnuvikur eftir" Vá hvað Gúgúl er geggað!
| | 0 ummæli
úff. Enn eitt kvöldið finn ég sjálfan mig með tölvuna á maganum í engu öðru nema bláu nærbuxunum mínum. Klukkan er núna 3:25 og einhver mynd um mann og stelpu var að klárast. Var að hugsa um að rölta út á Essó og fá mér sleikjó en staðan á bankabókini leyfir það ekki...Efhverju sína þeir (karlarnir sem stjórna sjónvarpinu) alltaf ALLANN fokkings kretidlistan þegar myndir klárarst?
| | 0 ummæli
Hvaða eiginkona ertu?
| | 0 ummæli
Frábært að vera kominn með Heimabanka. Fór út í landsbanka og gekk frá þessu í gær. Ætli ég sé ekki síðasti móikaninn í þessum efnum þar sem flest allir sem ég þekki (nema Mamma) eru komnir með aðgang. Ég sagði næstum við stelpuna sem afgreiddi mig "þá sjáumst við bara á himnum", sé ekki ástæðu til þess að fara aftur út í banka framar, get gert flest allt á netinu nema kannski ræn´ann, sá valmöguleki er ekki enn kominn á netið:-). Fjárfesti svo í svona. Virka betur en ég bjóst við
núna í spilun: Fly Me to the Moon by Frank Sinatra
| | 0 ummæli
He He. Sjáiði hvað David The Hasselhoff sígur mikið inn bumbuna. Er bara ný búinn að fatta hvað þessi gaur er ógeðslega kúl, þótt söngferilinn sé efni í áramótaskaup:-(
| | 0 ummæli
Í raun lít ég á sjálfan mig sem hinn íslenzka David Hasselhoff. Þúst við björgum báðir fólki og sonna. En annars er ég að fara í bæinn yfir helgina að slappa af. Fara í sund, bíó og jafnvel eitthvað meira. núna í spilun:

Crazy Love song by David Hasselhoff
| | 0 ummæli
ohh...svaf yfir mig í vinnuni, var hringt í mig þegar ég var orðin 15 mín seinn. Mikið var það ömurlegt. Var ýkt sáttur með útborguðu launin, er samt mikið farið, sími, útlandaferð, sokkar...Mánuður eftir að vinnu og þá fer ég hingað.
| | 0 ummæli
Take the MIT Weblog Survey
| | 0 ummæli
Var að fá mér létt nettann síma. 700 eitthvað. Númerið er 690-1938. Endilega að senda mér línu og þið fáið línu til baka eða jafnvel mynd, því fákurinn er með myndavél.
| | 0 ummæli
og eftir ennþá meiri pælingar rakst ég á að umhusun á auðvitað að vera umhugsun...
| | 0 ummæli
góða hljómsveit. Mín uppáhalds í dag hið minnsta.
| | 0 ummæli
Eftir smá umhusun held ég að Fackt sé í raun skrifað Fact...
| | 0 ummæli
DILBERT er snilld
| | 0 ummæli
Jón verkfræðingur deyr og fer auðvitað upp til himna eins og allir verkfræðingar. Þegar þangað kemur leitar Pétur í nafnalistanum og segir svo:
"Því miður Jón minn, þú ert ekki ekki á listanum. Þú verður að fara niður".
Jón: "En en, ég er verkfræðingur..."
Pétur: "Þú ert því miður ekki á listanum".
Þannig að Jón er sendur niður til helvítis.
Mánuði síðar er Guð að fara yfir nafnalistana og sér að þau mistök hafa átt sér stað að Jón verkfræðingur hafi óvart verið sendur til helvítis. Hann bjallar í Satan og biður hann um að skila nú Jóni. Satan segir strax: "Ekki séns, þú færð hann Jón aldrei, þín mistök." Guð er ekki sáttur og segir: "Láttu ekki svona, Jón er verkfræðingur, hann á heima á himnum með hinum og þú veist það". Þá var Satan mikið niðri fyrir og sagði "Sko, áður en Jón kom var ógeðslega heitt hérna, það var hraunstraumur hér um allt og brennisteinsfnykur og viðbjóður. Jón breytti þessu öllu. Núna erum við komin með loftræstingu, brýr, vegakerfi, flóðvarnagarða og ég veit ekki hvað og hvað, allt hannað af honum. Þetta er orðið helvíti næs hérna hjá okkur. Það er ekki séns að þú fáir hann".
Guð: "Satan, þú lætur mig fá hann aftur, eða ég fer í mál við þig"
Satan: "-Já er það, og hvar þykist þú ætla að fá lögfræðinga..."
| | 0 ummæli
Smá "FUN FACKT"

Ég fór eitt sinn í feluleik með Heimi inn í tjaldinu sem ég fékk í fermingargjöf eða "The Conformation Tent" eins og ég kýs að kalla það. Bara venjulegt þriggjamanna tjald. Heimir taldi upp á 10 og á þeim tíma náði ég að fela mig. Hann hélt í alvöru að ég væri farinn! Við höfum öll hæfleika á mismunandi sviðum.
| | 0 ummæli
Ég Heimir og Hjalti hittum Lufsuna í sundi í dag. Fórum svo og fengum okkur snúða og vatn. Ég heimir stóðum í þeim misskilningi að hún hafi verið eitt ár í burtu en þegar allt kom til als var það ekki nema rétt um 6 mánuðir. Enduðum svo á smá rúntara, sem endaði svo á eltingaleik við Ágústu.
núna í spilun: White Shadows by Coldplay
| | 0 ummæli
ohhhh ég sem var búinn að veja mig á að fara sofa klukkan 11...núna er klukkan að verða 1 og ég ekki einu sinni sibbinn. Sé fram á mjöööög erfiðan dag í vinnui á morgun hvað vöku varðar. Ætli ég þambi ekki bara Orku og kaffi.
| | 0 ummæli
þegar ég fór að skoða hvað það kostar að borga af húsnæðisláni áttaði ég mig betur á því afhverju fólk tekur upp á því að gifta sig og kaupa sér svo saman hús. Vissir þú til dæmis að ef þú tekur 20.000.000 króna lán til 40 ára ertu búinn að borga bankanum 70.000.000 eftir lánstíman. Mér verður flökurt við þá tilhugsun.
| | 0 ummæli
Eftir langa umhugsun og pælingar ákvað ég að fá mér Lucky Charms í staðin fyrir CoCo Puffs áðan. Varð samt fyrir vonbrigðum með mjólkina. So far hefur sumarið einkennst af áhyggjusleysi og lúxusvandamálaum.
| | 0 ummæli
Við Magnúsarnir erum jafn mismunandi eins og við erum margir
| | 0 ummæli
Fer í útileigu á morgun(eftir) með sundinu. Þarf víst að nota tjaldið mitt sem ég er ekki búinn að opna síðan ég pakkaði því með hraði síðast, þá gleymdi ég brauðsneið eða appelsínu inn í því. Gaman að sjá hvernig hún er eftir 3 ára útleigð...

| | 0 ummæli
Sá að það var mynd sem ég var ekki búinn að sjá í Selfossbíó þannig að ég dreif mig á hana...Kobbi var búinn að millifæra á mig 1500 kell af því að kortið hans var bilað, fæ 2 miða á myndina, kaupi njatsjos og coke handa mér og popp, coke og eitthvað annað handa kobba. Renni svo greiðslukortinu getnaðarlega fram ásamt einum þúsundkalli. Svo skellir hún framan í mig "það er ekki heimild, en farðu bara inn, þetta er allt í lagi, EN SKILAÐU POPPINU ". Ég og Kolbeinn drusluðumst inn með nammið og horfðum á myndina með brotið stollt:-(
| | 0 ummæli
iPod Shuffle (myndin er sviðsett)
| | 0 ummæli
COOOOL núna er gaman að leita á netinu
| | 0 ummæli
11 tíma vinnudagur að baki og mig verkjar í rassinn.
| | 0 ummæli
kominn með Pollann! Hann er þvílíkt nettur og krúttlegur. Hefði ekki viljað Mini, þótt ég hafði efni á honum. Sótti hann áðan ásamt pabba út á flugvöll...Mér fannst harkalega brotið á mér á flugvellinum þegar ég áttaði mig á því að við sem erum ekki með kreditkort getum ekki lagt bílunum okkar hjá flugvellinum! Ég skildi hann bara eftir á túni rétt hjá ásamt gamalli konu sem hafði lent í sömu vandræðum, við hjálpuðum hvort öðru í gegnum óréttlæti. Ég hálfparin vonaði að bíllinn yrði dregin í burtu, þá hefði ég geta ráðið lögfræðing og farið í hart.
| | 0 ummæli
Ég var svo stressaður og þreyttur í gær þegar ég vaknaði að ég helti flúori á tannburstan...
| | 0 ummæli
í vinnuni í dag var kvartað undan pari í heita pottinum sem var víst að "stunda samfarir" eins og kallinn orðaði það...
| | 0 ummæli
Á laugardag fæ ég nýjan Polla, og það Shuffle!
| | 0 ummæli
ÚFF....Get ekki annað sagt. Allt stress farið, komið sumar og ekkert annað að gera en að láta sig hlakka til undanferðar í ágúst. Náði í einkunnirnar áðan og get ekki annað en verið sáttur. lægsta einkunn 6 í íslensku, kom ekki á ávart. En hitt var 2x7, 8 og 9. byrjaði svo klukkan 3 að vinna upp í sundlaug. Núna þarf ég bara að hreyfa mig aðeins meira í sumar, sem ég ætla mér að gera, og þá er líf mitt fullkomið:-)
núna í spilun: Dakota by Stereophonics
| | 0 ummæli
MAmma hringdi sérstaklega heim úr vinnuni áðan til þess að spyrja mig hvernig ég væri að höndla það að við værum dottinn út úr Evróvisíjón...Mér gæti ekki verið meira sama, skipti yfir á ríkið "við erum dottin úúúútttt!!!" aftur yfir á Boston Legal. þurfti ekki meira.
| | 0 ummæli
Magnús Larsson
| | 0 ummæli
Ég fékk ógeðslega frumlega hugmynd áðan...Hugsaði með mér: "vá hvað þetta er frumlegt og fyndið...er ég snillingur?". Er því miður búinn að gleyma hugmyndinni:-(
| | 0 ummæli
ég vil þakka Tryggva og Gunnari fyrir rósina...
| | 0 ummæli
Það er ekki tekið út með sældinni að vera veikur...má ekki setjast, ekki beygja mig fram og ekki taka upp neitt. ég leyfi þó sjálfum mér að fara á klóstið við og við. Læknirinn sagði að það væri í lagi ef ég væri bara snöggur, set hvert metið á fætur öðru...sest og er kominn upp aftur eins og raketta eftir nokkar sek:-)
| | 0 ummæli
Jibbí hey! ég er búinn að fá vinnu í sumar!...Verð í sundlauginni á Selfossi
| | 0 ummæli
Konur, eða kvennkyns hjúkrunarfræðingar eru mjög líklega það besta sem finnst á þessari jörð. Ég varð að leggjast inn á sjúkrahús á miðvikudaginn vegna smá galla. ég mætti frekar lítill á miðvikudags morguninn, 10 mín of seint (ekki mér að kenna heldur lyftuni á sjúkrahúsinu sem mætti fara á haugana). Þar tók á móti mér lítil kona og gaf mér smá túr um deildina. Sýndi mér rúmið mitt, klósetið, sturtuna, mótökuna og sitt hvað fleira. Um stund leið mér eins og á hóteli. Ég var látinn í sturtu, þreif mér þó sjálfur, og nýjar mjög svo asnalegar nærbuxur sem stóð á "Eign þvottahús sjúkrahússins" voru mér afhentar ásamt hvítum kyrti með tölurnar aftan á. Mér hefur aldrei áður á ævinni liðið eins og geðsjúkum manni þegar ég gekk um deildina í nærbuxum og kyrtli, ekki munandi hvort ég væri í herbergi 606 eða 609...klukkan 2 fékk ég svo mína kæruleysistöflu sem við fyrstu kynni hafði ekki mikil áhrif á mig...það var ekki fyrr en ég var beiðinn um að færa mig yfir á skurðarborðið að allt var svo spennandi og gaman. stuttu seinna var ég sofnaður. fjórum tímum seinna byrjaði ég að heyra ljóð í hringum mig og opna augun, þá var ég kominn í stórt herbergi fullt af fólki nýkomið úr aðgerðum. var með hjartalínurit fyrir ofan mig, næringu í æð og ekki í neinu nema nýju nærbuxunum mínum. Klukkan sjö var ég svo færður upp á deildina aftur, þótt ég væri ekki alveg kominn til vits.... Ég get ekki sagt annað en að þjónustan hafi verið fyrsta flokks, hjúkrunarfræðingur með pillu, mat, sprautu, kaffi, blað, eða koss ekki nema 20 sekóntur í burtu. vakinn næsta morgun með kaffi, heitu morgunblaði og ristuðu brauði. Hjúkrunarfræðingarnir alltaf með bros á vor spyrjandi hvort það mærri bjóða mér meira verkjalyf. í 2 daga átti ég 5 mömmur sem nutu þess að þjónusta mig.
núna í spilun: Some Might Say by Oasis
| | 0 ummæli
Ætli ég sé ekki fyrsti íslendingurinn sem nennir ekki að fara í aðgerð. Var hringt í mig áðan og ég spurður hvort ég væri til í að fara í brjósklos aðgerð á miðvikurdag...Gat ekki sagt. Ég hef aldrei farið á sjúkrahús áður yfir nótt (nema audda þegar ég kom í heiminn), veit þess vegna ekki við hverju ég á að búast. Mig langar ekki en ég verð:-/
núna í spilun: Speed Of Sound by Coldplay
| | 0 ummæli
Ég held ég hafi ekki hlegið jafn mikið og jafn lengi yfir pakkanum sem ég fékk sendan í pósti áðan.:-) Ætla koma henni á óvart. Stríðið er rétt að byrja
núna í spilun: Ég hlakka svo til by Svala Björgvinsdóttir
| | 0 ummæli
Shit hvað ég er sexý
| | 0 ummæli
Sit hérna sveittur yfir verkefnum í íslensku, gaman að taka að sér að klára öll verkefnin fyrir hópinn...Betra en að þau verði illa gerð
| | 0 ummæli
Ég vil þakka Sparisjóði vestmannaeyja og öllum velunnurum þess fyrirtækis til hamingju með að hafa loksins náð af mér greiðslukortinu mínu. Stakk því inn í skyndibankann í mínu mesta sakleysi og sá það aldrei aftur. Ef þetta er ekki gott tækifæri til þess að fá sér nýtt kort þá veit ég ekki hvað, nema hvað.

núna í spilun: Ice Ice Baby by Vanilla Ice
| | 0 ummæli
Ég verð þá að sætta mig við að verða ekki páfi númer 265...kannski 266
| | 0 ummæli
Þarf að finna mér varanlegt útlit fyrir þessa síðu...Þegar ég skoðað hana í PC eða Explorer þá er hún ekki eins og hún á að vera...svo þarf ég að setja kommenta kerfið upp aftur.

núna í spilun: Bohemian Like You by Dandy Warhols
| | 0 ummæli
prufa
| | 0 ummæli
Núna þarf ég ekki lengur að fara á netið til þess að blogga...ég er kominn með forrit þar sem ég skrifa allt inn og læt svo forritið um að senda það á blogspot, losna við að skrá mig inn...mjög þægilegt. Svo kemur "núna í spilun" sjálkrafa inn!
núna í spilun: Lítill fugl by 200.000 naglbítar
| | 0 ummæli
Hjalti hringdi í mig í gær og spurði hvort ég væri til í að fara með honum og kellingunni (og líka öllum vinkonum hennar, sjitt á ég eftir að vera feiminn) á Músagildruna, og ekki stóð á mínum. Hef reyndar séð hana 3svar en alltaf jafn gaman. 2svar í leikhúsi í London þar sem leikritið byrjaði fyrir 40 árum. Ennþá í dag er verið að sýna fyrir fullum sal á hverju kvöldi í þessu saman leikhúsi. Það þykir mér ótrúlegt afrek.
| | 0 ummæli
Er alvarlega að spá í því að fara að ganga með dömubindi (þá í nærbuxunum). Sá auglýsingu áðan þar sem hugguleg kona sagðist aldrei hafa liðið betur, var alltaf fersk á morgnanna eftir að hún byrjaði að nýta sér hinn villta og ótrúlega heim dömubindanna.
| | 0 ummæli
Nokkar myndir frá mínu daglega lífi....

Ég og Kobbi í góðu glensi við stjórnarráðið

Náði annari góðri mynd af ömmu...

Dr Weedos og Megg
| | 0 ummæli

Þessi dularfulli maður kom í garðinn okkar fyrir skömmu. Tók fyrst eftir honum þar sem hann lá á maganum með myndavél.
Ég spáði mikið í hvert ætlunarverk hans væri, var hann að taka myndir? Hvað var svona spennandi? Var hann kannski bara ósköp venjulega geðveikur? Þarna lá hann í góðar 15 mínútur og stóð svo loksins upp og hélt ferð sinni áfram upp Bankaveginn. Allt mjög dularfullt.
| | 0 ummæli
Ég vil koma þakkarorðum til þess góðmennis sem sá sér fært um að pissa á gólfið á klósettinu í F.SU mánudaginn 4 apríl. Ég kom inn klukkan 9:00 eftir fyrsta tíma í þörf fyrir sprænu og steig í pollinn. Reyndar bara með annan sokkinn en hann varð gegnum blautur. Tók hann af og skolaði í vaskinum og setti á aftur mér til mikillar gleði. Náði samt ekki að skola hann nógu vel því ég fann smá sviða þegar fór að líða á daginn.
| | 0 ummæli
Og eins og í fyrra þá er ég ekki kominn með vinnu á meðan allir hinir eru búnir að skrifa undir. Þetta verður flóknara með hverju árinu. Standartinn hækkar og hækkar hvað laun og aðstæður á vinnustað varðar og svo er ég náttla "fatlaður" í ár. Nánast allir komnir með vinnu og ég er endurtekið spurður hvað ég ætli að fást við í sumar. Er farinn að svara " ég ætla að fást við rannsóknir á svo kölluðum píplum, en það eru örverur sem lifa í þingvallavatni" eða " ég verð í sérverkefnum fyrir Árnastofnun". Kannski mar gangi (aftur á bak) í kringum landið og fái Essó og Olís til að styrkja sig?
| | 0 ummæli
Áðan þegar ég ætlaði að færa mig til Árný í pottinum rak ég löppina í eitthvað drasl. Ég öskra eins og mér er vant " GAAAAAAAAAAAA" og lít svo á stellið. OK mikið blóð, djúpt sár og en ekki mikið um sársauka. Eftir umræður um alvarleika meinsins hoppa ég inn í von um plástur frá Lúlla. Ég kem að glugganum og hendi löppinni inn á móti nýja gaurnum þannig að honum bregður, hefði mátt sleppa því að reyna að vera fyndinn því stellingin sem þetta orsakaði var svo getnaðarleg að afleysinga stelpan gat ekki varist brosi. Nýja gaurnum bregður þegar hann sér blóðflæðið úr löppinni og tekur strax upp þrjá plástra á stærð við frímerki. Ég tek við sárabindunum og fer inn í sturtu, skola sárið set bindin á. Horfi svo á allt saman og hugsa " svo segir mamma að ef ég væri einn heima í viku mundi ég deyja úr ósjálfbjargvættu". Kemur þá ekki nýi gaurinn inn og spyr mig hvort hann eigi að hringja á sjúkrabíl, löppin var öll sko þakinn í blóði þegar hann sá hana þannig að það var kannski ekki skrýtið að hann spurði....Ég þakka pent fyrir mig og klæði mig í. Sé núna að blóðið er farið að smitast út fyrir plástranna og sokkurinn er eiginlega fastur við fótinn....tékka á þessu þegar ég fer að sofa
| | 0 ummæli
Er búinn að vera að hugsa þetta. Er kominn á það að hafa bindisdag á sunnudögum. Nó kídding. Hvít skyrta og bindi, kannski jakkaföt líka...Ég hvet alla karlmenn til þess að ganga mér til liðs og gera það sama. Sækið mig heim á sunnudag og ég mun koma til dyranna eins og ég er klæddur, í hvítri skyrtu með gullskyrtuhnappa, eitt af silkibindunum mínum um háls og Le Cefrez ilmvatn (rakspíri sko)
| | 0 ummæli
Ég vil bjóða Bobby Fischer velkominn á klakann fyrir hönd megnus.blogspot.com. Gaman að fá gamla manninn til landsins og gott að vita að hann þurfi ekki lengur að sitja harðræði í fangelsisbúðum í Japan. Mar á að vera góður við gamalt fólk, sérstaklega það sem á bágt.
| | 0 ummæli
klukkan 5:40 síðastliðna nótt labbaði ég um bæinn með doppótta sæng vafða utan um mig, haldandi á Lifandi Vísindi blaði hugsandi "vona að löggan sjái mig ekki, gæti haldið að ég væri vistmaður á einni af þessum stofnunum". komst heim og fékk mér köku. Leið eins og innbrotsþjófi, allt opið heima og ekkert nema hrotur, ég gæti þess vegna verið róni í leit að mat, hefði getað rænt öllu og engin hefði vaknað. Ég, sem er myrkfælinn, kveikti ljósið í herberginu mínu og sofnaði værum svefni með klórlyktandi hár og í ósamstæðum sokkum.
| | 0 ummæli

I am going to die at 81. When are you? Click here to find out!
| | 0 ummæli
Vissuð þið að það fer endurskoðandi yfir mitt skattaframtal? Nei hélt ekki, en þetta er satt. Ég get lagst aftur á meðan aðrir þurfa að sitja sveittir yfir þessu. Hef meira að segja ekki séð eyðublaðið. Ég er eins og pony í vöggu:-)
| | 0 ummæli
Ekki vissi ég að Careless Whisper væri svona ógeðslega gott lag...en ég var að koma úr bænum með mömmu, pabba og Kolbeini. Vorum í menningarferð. Fórum á Listasafn Reykjarvíkur, Kolaportið, út að borða, sóttum Ömmu ósk heim. Bíó. Pulsa og Coke á Veldu. Eða ekki pulsa, langborgari heitir það, sem á víst að vera tilraun til að koma hamborgurum í pulsubrauð. Misheppnaði dauðans. Ekki vont heldur ógeð, leið illa á eftir. Svo var Coke-ið búið þannig að það varð að hella ofan í mig drykk sem heitir Coke létt (ekki það sama og diet (desperat tilraun Coke til þess að nálgast Pepsi Max)). En kominn heim og núna ætla ég að kíkja yfir bréfið áður en ég fer að sofa og kannski klippa no-pantsday myndina.....Stebbi þú færð hana á morgun....THEEEEE WAYYYY IIII DAAAAAAAANNNCEEEEE WWWIIIITHHHH YYYOOOOUUUU
| | 0 ummæli
Mamma fílar Chemical brothers...kom að henni hlustandi á Galvanise. Alltaf er verið að koma manni á óvart
| | 0 ummæli
Þegar ég kom heim af æfingu núna áðan var miði á borðinu inn í eldhúsi sem sagði mér að taka til í herberginu mínu, sópa stéttina fyrir utan og fara út með ruslið...ég leit á hann og hugsaði með sjálfum mér að ef ég hlýddi ekki miðanum þá fengi ég kannski ekki pizzuna sem mér hafði verið lofað í kvöld...þannig að ég hófst handa, setti meira að segja í þvottavélina. Þegar mamma kom svo heim kom í ljós að þessi miði hafði ekkert verið til mín. Bara einhver gamall miði sem mamma hafði skrifað fyrir mörgum vikum handa Friðfinni og gleymdi að henda. Þessir littlu hlutir sem gera lífið svo skemmtilegt:-)
| | 0 ummæli
Mig langar í blá skyrtu...held að kafboyskirtan sé aðeins of víð...en ég þarf samt að fara að kaupa mér GT4...en þetta eru auðvitað bara svona háskólapælingar...Svo þarf ég að fara að senda pakkann mikla...geri það þegar ég á penge...úff já svo vanntar mig iPod. Kannski nýja skó líka og góða peysu sem heldur manni hlýum án þess að líta út eins og Hemmi Gunn. Þarf að fara að koma mér upp kerfi til þess að auðvelda mér að senda myndir hingað inn og svo auðvitað væri gott að eiga fyrir 3X bíó um næstu helgi...En núna ætla ég að klára 30 glæru fyrirlesturinn fyrir sögu103...þar sem ég fjalla meðal annars um Klæðnað kvenna frá 800 til 1050. Krakkarnir sem voru með mér í hóp bara "Maggi, þú tekur bara fatnað kvenna oooog bara stöðu þeirra frá 800 til 1050"......OK
| | 0 ummæli
JESS JESS JESS Óeisis eru að gefa út nýja plötu í Maí, Svo fór ég í skólann áðan og allt.
| | 0 ummæli
Ég átti við vandamál að stríða...ég gat ómögulega varið, skotið eða sent blakbolta með báðum höndum. Þessi tækni hentaði mér bara ekki. Þannig að ég stóð upp og sagði "hingað og ekki lengra". Komst að því fyrir slysni að í reglum um blak er lítið ákvæði sem segir "leyfilegt er að slá boltann með aðeins einni hendi ef mikið liggur undir og ef leikmaður getur ekki sér fært annað en að gera svo"...Hvenær liggur ekki mikið undir í blaki? við gætum verið að tapa leiknum, sem gerist skuggalega oft hjá mínum liðum. Þannig að núna slæ ég boltann bara eins og í tennis eða papmínton (ég hef aldrei á ævinni almennilega heyrt hvernig þetta orð er borið fram, né séð það á prenti þannig að þessi stafsetning er nokkurn vegin ágiskun). En annars fór ég til Jakobs þroskaþjálfa í gær......DJJJJJÓÓÓÓÓÓK...hann er sjúkraþjálfari. Ótrúlegt hvað hann hefur gaman af landi og þjóð. Spurði mig mikið um Njálu og bað mig um að: "fara út pulsunni"...eða eins og á að segja það "að fara úr peysunni" þannig að hann gæti nú nuddað mig almennilega, þarna lá ég á maganum stynjandi af sárauka talandi um Njálu á tungumáli sem ég kýs að kalla íslenskdönsku. ligg á svona bekk með gati til að troða fésinu ofaní svo manni líði vel, en eitthvað hafa þeir verið að spara aurinn því gatið er aaaalllltooooffff lítið fyrir mig alla vega. Farinn að hafa áhyggjur af því að ef ég held áfram að koma þarna til hans þá verða förin sem koma á andlitið á mér eftir litla gatið krónísk, er eins og indíáni fyrstu 30 min eftir a ég kem heim frá Dr Jakob...Toppurinn var svo þegar hann togað efribúkinn á mér upp og sagði mér að láti sig vita: "when sársauki hættir, þá seigja þú Stopp"....en hann hætti ekki...jókst bara, sagði honum það og þá byrjaði hann aftur að nudda og ég hélt áfram að stynja...
| | 0 ummæli
Ég talaði við mann áðan sem hét Kristinn Magnússon, en eins og glöggir lesendur vita þá heiti ég Magnús Kristinsson. Þessi litlu hlutir sem gera lífið svo skemmtilegt.
| | 0 ummæli
DA BENZ IS IN DA HOUSE! Testuðum hann áðan og orð fá ekki lýst. Rúntur á mánudaginn í boði Megnus.blogspot.com
| | 0 ummæli
Er að missa mig hérna yfir tónlistinni í meistaraverkinu Kill Bill Vol 1...Lög eins og Woo Hoo og Please Don´t...Svo er náttla Kill Bill Teaser með Hotei Tomoyasu eitt það flottasta sem eyru mín hafa heyrt...(lagið sem Þú HÞÓ spurðir mig um í bíóinu)
| | 0 ummæli
Var að koma heim úr bænum með Kobba kaftein...Gaman að sjá þegar bærinn lifnar við eftir veturinn. Við fórum og skoðuðum höfnina, fórum að skoða nýja bílinn, fórum í bakarí og heimsóttum ömmu Bedúelu og afa. Fengum svo far með Ömmu Ósk heim, frekar fríki að sitja með Ömmu og vinkonu hennar í bíl því þeim þykir svo gaman að syngja, og þegar Amma syngur við akstur á hún það til að gleyma að bensíngjöfin er til þess að stjórna hraða bílsins en ekki mælikvarði á það hversu gaman henni finnst að syngja...fórum hátt í 130 á Coltinum þegar þær sungu sem hæst. En kominn er ég heim og ætla ég mér á horfning í ídóli nú.
| | 0 ummæli
Ég er það fokking slæmur í bakinu núna að ég á erfitt með gang. Þurfti að stoppa og setjast hjá Sólvallarskóla á leið heim úr skólanum. Kominn með brjósklos frá hvelvíti. Verkurinn er samt ekki bara í bakinu, hann liggur alveg niður vinstri löppina sem er frískandi...Búið að versna núna mikið síðustu tvær vikur. Eftir smá research á netinu komst ég að því að brjósklos herjar á fólk á miðjum aldri...?...er bakið á mér sem sagt búið? Lítur út fyrir það:-) En ég kvarta ekki! Mér finnst þetta í raun ekki neitt rosalegt, get ekki verið smiður (bömmer) og má ekki vinna við erfiðisvinnu í komandi framtíð, ég sem ætlaði mér svo mikið á erfiðisvinnumarkaðnum, má ekki lyfta þungum hlutum, má ekki gera neitt sem reynir á bakið og ég má ekki gera neitt sem gæti hugsanlega gert bakinu mein, ÞAÐ SEM EFTIR ER AF MÍNU FRÁBÆRA LÍFI. Mamma og Amma hafa rosalega miklar áhyggjur af þessu en pabbi og ég erum slakir á kantinum...Sem þýðir að ég verð að taka því rólega í sumar og vinna þægilega innivinnu. Lesa blöðin og íhuga. Með öðrum orðum datt ég í lukkupottinn, ÉG ER ORÐIN ÖRYRKI (kannski ekki alveg).
| | 0 ummæli
Ég á mér draum. Mig langar að taka þátt í gumball3000.
| | 0 ummæli
Við heitum Magnús og Heimir. Við erum á 19 ári og þar með lög- og fjárráða. Samkvæmt lögum megum við gifta okkur,ala upp börn og jafnvel stofna fyrirtæki. Við erum framtíð þessa lands
p.s takið eftir slefinu á bolnum hans Heimis, præsles

| | 0 ummæli
Var að koma frá Sjúkraþjálfara sem heitir Jakob, hann er danskur. Ég er ekki frá því að hann sé snillingur af því ég er allur betri, og það eftir bara eitt skipti! Hann spurði mig hvort ég talaði dönsku en ég treysti mér ekki:-( það hefði verið svo gaman að tala dönsku við dana....hef aldrei gert það áður.
| | 0 ummæli
og í sambandi við gaurinn í bolnum þá sá ég hann í sundi í gær. geðveikt skeggjaður og alltaf með fýlusvip. Frekar feitur og með GEÐVEIKT mikið af bringuhárum. Svona týpa sem kaupir sér konu frá Rússlandi eða Filippseyjum. Hver vill annars vera með manni sem er á mótið því að aðrir en innfæddir kaupi sér mjólk í Bónus hér á landi? Hefur örugglega keypt sér eina, hún skilið við hann og hann í framhaldi af því gengið í félag íslenskra þjóðernissinna. En ég ætla að halda áfram að lesa Njálu (æl)
| | 0 ummæli
DREPSTU HELVÍTIS HELVÍTI...ég ætla að tileinka þessi orð afruglaranum mínum. Hann sættir sig ekki við að mig langar að horfa á Stöð2 plús. Svo er hann notaður, geðveikt rispaður og allt.
| | 0 ummæli
sá gaur í " íslandi fyrir íslendinga" bol áðan. hvað er að?
| | 0 ummæli
Komið að því að pebba egoið upp, nauðsinlegt svona einu sinni í mánuði:-)

"Ef ég er ekki mest sexí manneskja sem ég veit um. Ógeðslega skemmtilegur þar að auki. Shit hvað ég vildi þekkja mig ef ég væri ekki ég. Allir vilja vera ég, allir vilja þekkja mig, allir vilja eiga mynd af mér og þá helst með sjálfum sér á. Stelpurnar þora ekki að tala við mig af ótta við að fá höfnun en ég veit hvað þær eru að hugsa, i kóf. Svona hefur þetta alltaf verið og mun alltaf verða...Gæti þess vegna tekið við embætti forseta íslands núna, nenni ekki að bíða eftir því að verða hva 25 eða var það 30? Get bara verið næsti Fjölnir á meðan ég bíð"

ahhh þetta var gott:-)
| | 0 ummæli
Nú er ég alveg hættur að skilja íslenska karmenn og þá sérstaklega þá sem eiga stóra jeppa. Á leið minni úr bænum áðan lenti ég, eins og gerist í 8 af 10 skiptum þegar ég fer yfir heiðina, í blindbil. Dólaði mér á 60-70 í góðum fíling og hugsaði með mér: "ok ég sé ekki neitt, ég keyri bara beint áfram, það virkar alltaf". Þegar ég er kominn upp á háheiðina eins og hún er kölluð kem ég aftan að jeppa, nánar til tekið DOGE RAM. Mér þótti það nokkuð fyndið að þótt þessi karlmaður (ætla að gefa mér að þetta hafi verið karlmaður) sem var á nýlegum jeppa, gat ekki leyft sér að fara hraðar en 40. í aðstæðum sem leyfðu meiri hraða...En ok ég ákveð að vera ekkert að taka fram úr eins og asni og held mér bara fyrir aftan hann á mínum 16 ára gamla bíl. Eftir 5 mín gefur jeppinn stefnuljós og fer út í kant. HANN VAR BÚINN AÐ GEFAST UPP. Hann vildi sem sagt ÉG væri fyrstur í þessari bílalest, ég sem er á 16 ára gömlum benz. Ég tek örlögum mínum og fer framúr, hugsandi "fólk er fífl". Það nákvæmlega sama gerist aftur milli Verahvergi og Selfoss, stór jeppi gefst upp á því að leiða lestina og lætur mig leiða. Sem sagt, hann treysti mér, 19 ára strákpung á ég veit ekki hvað litlum dekkjum betur en sjálfum sér. Þetta pirraði mig mjög því ég þoli ekki að keyra í svona aðstæðum, alveg á tánum. Slæmt þegar risajepparnir geta ekki sinnt þeirri "skildu" sinni að ryðja vegin fyrir okkur hin. Það eina sem þarf á þessu landi okkar til þess að komast fjalla á milli er góð miðstöð, góðar vinnukonur (rúðuþurrkur) og hressandi geisladiskur. Stór dekk eru fyrir þá sem eiga við sjálfsmyndar issjú að stríða.
| | 0 ummæli
Ahhh hvað það er gott að hafa rétt fyrir sér. Lagið sem ALLIR héldu að væri með Franz Ferdinand var í raun með Modest Mouse, ég hafði rétt fyrir mér og stóð á mínu. Setningar eins og "Magnús þetta er með Franz Ferdinand ekki einu sinni reyna að segja eitthvað annað" og "neiiiiiiii Maaaaaaagnús þetta lag er með Franz Ferdinand alveg 100% á því, ég á sko diskinn og allt þannig að ég ætti að vita hvað ég er að tala um" koma fljótt fram í hugann;-D
| | 0 ummæli
úff hvað ég á krútíbollulega foreldra. Þau eru svo dúlluleg. Fór í bæinn (tilneyddur) til þess að sækja þau. Voru að koma frá útlöndum. Mamma klædd í einhvern skinkufl (sem leit reyndar mjög vel út) og pabbi....var búinn að taka allt skeggið og ALLT hárið af kollinum, sem sagt úr þessu í þetta. Kom mér frekar mikið á óvart. Fékk lyklakippu og EVO blað í "við erum komin heim frá útlöndum og þess vegna þurfum við að gefa öllum nammi eða gjöf" gjöf...núna þarf ég bara að útvega mér lykil, en ég á ekki bíl, hef aldrei séð né heyrt um lykil að húsinu okkar, á ekki peningaskáp og ekki handjárn....kannski mar fjárfesti í handjárnum:-) Svo er ógeðslega mikið að gera hjá mér í þessari viku, Próf, verkefni, þýðing, próf, próf.
| | 0 ummæli
Mér finnst geðklofningslega gaman að lesa um vondar myndir og fara svo á þær í bíó. Myndir eins og Alexander Mikli langar mig til dæmis mikið að sjá um þessar mundir. Hver slátrunin á eftir annari í blöðunum, heilir þrír tímar að lengd og illa leikin. Vona bara að þeir sýni hana í að minnsta kosti tvær vikur í viðbót því ég er upptekinn alla þessa helgi. Svo langar mig óstjórnlega mikið í Háskólabíó, hef ekki lagt leið mína þangað í marga mánuði.
| | 0 ummæli
hvernig er það með þetta Stöð2 dæmi....er núna búinn að hafa þetta í 3 tíma og hef ekkert séð nema barnaefni....en annars er ég farinn til Keflavíkur
| | 0 ummæli
hvað er að gerast? Nýr benz að koma í hlaðið og svo núna er Stöð2 komin inn...
| | 0 ummæli
Ég sé bara ekki tilgang í því að reyna að kasta boltanum til baka í blaki. eða smassa, kvassa eða hvað sem það heitir að reyna að koma boltanum yfir á "óvinasvæðið". Hættan á því að ég meiði mig, kannski ekki alvarlega, þegar ég ber boltann til baka eru bara of miklar. Betra að standa og annað hvort horfa á hann lenda við hliðina á sér eða færa sig um eitt skref til vinstri eða hægri til þess að hann lenti ekki á kollinum, eða verra, á tásunum mínum (ég er nebla sá eini sem er ekki í skóm í íþróttum). Sé ekki tilgang í því að gera kastæfingar af því að ég er ekki að fara á stórmót fyrir íslands hönd í blaki. Ég er ekki að fara að kenna blak, ég er ekki að fara að spila blak, nema þá að nafninu til, núna né í komandi framtíð. Ég hata blak.
| | 0 ummæli
Þakka Stebba fyrir massa afmæli í gærkveldi.(og cokið sem þú gafst mér í morgun var það með því betra) Gaman að vera þarna og njóta þeirrar tónlistar sem ÉG hafði valið handa mannskapnum....þangað til einhver komst í cd-spilarann...ég setti minn fullkoma mixdisk aftur í...en nei aftur var eitthvað annað sett á fóninn öllum til mikillar gremju, en þetta var gaman. kvöldið endaði með opnu minningarkvöldi á Júdas eða hvað sem þessi staður heitir. Ég, Kristó Heimir Gulli og Tryggvi sátum í langan tíma og rifjuðum upp gamla tíma frá því í 9 og 10 bekk...Mikið um hlátrasköll og öskur. Verðum að fara að halda samkomu fyrir 10 MT.
var ég að koma með Heimi úr bænum, keyptum jakkaför áann sem eru bæðövei mjög flott
| | 0 ummæli
ótrúlegt hvað sumar stelpur breytast í útliti. Stelpur sem litu vel út í fyrra eru orðnar að ófreskjum. Kannski ekki allar en margar. Aftur á móti eru nokkrar sem hafa farið hamförum í dúlluheitum.
| | 0 ummæli
skoðið þetta og grátið...horfið svo aftur og grátið meira


| | 0 ummæli
Og þá er búið að loka fyrir símann minn...ÞEIR BARA LOKUÐU!. Ekki séns að ég versli við þetta fyrirtæki í komandi framtíð. ekki séns. það er ekki eins og ég skuldaði þeim eitthvað. fékk mér bara ekki inneign. núna er ég í viðræðum við OGvodafone...vona að ég fái að halda gamla númerinu.
P.s. fór til læknis í gær og fékk það skjalfest að ég er með fatlaðan fót...græt það ekki mikið. En góðu fréttirnar eru þær að þetta gæti hugsanlega kannski ef til vill verið alvarlegt. hann var ekki alveg á því að ég færi að keppa um helgina en sjáum hvað setur...
| | 0 ummæli
Ég var út í lyf og Heilsu áðan og var svona bara að eitthvað að skoða ilmvötn fyrir karlmenn. búinn að þefa mikið og leyst satt best að segja ekki á neitt. Kem loks fram á glas af ilmvatni sem lyktar unaðslega, alveg frábær þefur...Ég hugsa "vá hvað ég væri til í þetta veiðivatn, gæti borðað sjálfan mig með þessu, þetta er alveg eins lykt og Maa.....ó.....vúbs.....ég kaupi mér þá bara ekki neitt ilmvatn. Ég þarf að passa mig á þessu í framtíðinni.
| | 1 ummæli

What is your weird quotient? Click to find out!
| | 0 ummæli
Að hugsa sér. Ég er búinn að vera vakandi frá því klukkan 10 í morgun. Vaknaði sjálfur og allt. Fékk mér skyr.is í morgunmat og lýsi þar á eftir. Fór á æfingu. Kom heim. Vaskaði upp, Fór út með teppin, tók til í herbergjunum mínum og þreif eldhúsið. Þetta kalla ég duglegheit.
| | 0 ummæli
Vá hvað Jón Gunnar er geggjaður. Ég dýrka manninn, ekki bara af því að hann er fyndin, heldur líka af því hversu góður lygari hann er og hvernig hann talar. Hann getur látið allt hljóma spennandi. Svo er það fáránleikahúmorinn eða "fyndið af því að það er ekki fyndið" húmor sem ég dýrka. Kom á kvöldvökuna og fór á kostum, eða mér fannst það. Held samt að flestir hafi ekki verið að fíla svona óundirbúið grín, en það var einmitt það fyndna, hvað þetta var ekki fyndið. Ég sat og brosti mínu skærasta allan tíman og vonaði að þetta tæki engan enda. Maðurinn er þjóðargersemi, þeir félagarnir eru orðnir að stofnun í íslensku útvarpi....Synd að þeir skuli vera að hætta:-(

En annrs var ég að koma úr bíó með HEIMI TEIMI, fórum á þjóðargersemina með Nikulási tösku...góð mynd, minnir á Da vinci lykilinn..
| | 0 ummæli
Magnús tagnús lagnús sagnús nagnús Magnús

Þetta var ljóðið "ást á síðsumarkveldi þegar sólin fellur fyrir aftan fjöllin" eftir sjálfan mig. farinn að horfa á Ídólið

| | 0 ummæli
jahérna. Ég mætti til vinnu í morgun fimm mínútum of seint eins og mér einum er lagið, samt ekki mér að kenna, heldur fólkinu sem þarf að slökkva á bílnum og ýta honum framhjá skólanum til þess að keyra ekki yfir grunnskólafávitanna...En allavega Miss getnaðarleg 2005 sat hliðina á mér í myndlist 203...reyndar eina lausa sætið eða eitthvað. Hvað ætli hún heiti á meðal manna? Hún er ógeðslega góð að teikna...Fékk smá minnimáttarkennd í fyrstu en náði svo í reglustiku og sýndi henni sko hver er maðurinn...Sit örugglega ekki aftur hjá henni næst, þá mætir Marie örugglega, eða kannski hún standist ekki mátið...ég var samt ekkert að heilla hana mikið held ég. Það eina marktæka sem ég sagði var "ha? uuuuuuuu ég bara veit það ekki...eða jú hann er búinn klukkan 10.10 held ég"...og "þú verður að skera aðeins dýpra ofaní glerið til þess að liturinn nái í geggn, lenti í þessu áðan sko". Ég og Heimir erum búnir að ákveða að mála aftur næsta sumar svo það sé á hreinu
| | 0 ummæli
úff hvað ég var sniðugur í dag. Ég mættí í blak með, að ég hélt, handklæði, stuttar buxur og flegin bol eeeeen þegar taskan var opnuð voru þar bara stærðfræðibækur....þannig að ég talaði við Sverri og fékk að taka "The walk of death" eða ganga eitthvert, stela einhverju úr einhverri búð, ganga svo til baka og sýna kennaranum það sem mar stal göngunni til staðfestingar. Betra en blak...átti góða stund með sjálfum mér og iPodinum í alveg 45 mínútur.
| | 0 ummæli
Ég er búinn að finna hið fullkomna starf:-D HUGMYNDASMIÐUR!
| | 0 ummæli
Vaaaaahááááá ég kem sjálfum mér alltaf á óvart! Ég kom heim úr skólanum og ákvað að leggja mig í klukkutíma þar sem ég hafði ekki sofið nema 3 tíma nóttina áður....OK ég sofna og vakna 1645 og gjörsamlega get ekki hugsað mér að fara út fyrir hússins dyr...þ.e á æfingu...fer niður og byrja frekar að vaska upp fyrir mömmu...hvað er að gerast? hvert fór áhuginn? Finnst þetta frekar leiðinlegt, þ.e að hverngi ég skuli vera orðinn...en ég fæ þó góðar einkunnir núna, sem ég gæti alveg fengið ef ég færi líka að synda ef ég nennti:-( En ég er að spá í að nýta þá bara tímann og fara út á bókasafn með enskuna íslenskuna og stærðfræðina, veitir kannski ekki af í stærðfræðinni þar sem ég hef ekki gert neitt í þeim þremur tímum sem búnir eru nema að tala við Jónas...Farinn að latast
| | 0 ummæli
mmmm hvað mig langar í eitthvað gott...Er ekki búinn að borða neitt bitastætt í allann dag! Hvenar lokar Subway? eða er ég í stuði fyrir það? neeee veit ekki...kannski pullarinn? neeeeee úff það er varla hægt að fá sér neitt gott að borða á þessu pleisi hérna lengur. svo á ég eftir að skila 70 mín 3 sem ég fékk lánánarðar á þriðjudaginn, verð bara að brosa og koma í þrögnum bol eða eitthvað, er ekki að meika að borga einhverja sekt.
| | 0 ummæli
Við Magnúsarnir komum í öllum stærðum og gerðum. Hér er Magnús vikunnar
| | 0 ummæli
- viltu fá áfyllingu á kókið?
já já
- það er ekkert já já, annað hvort já eða nei
ok já þá

hvað? hver? hvernig? hvað var hún að meina? var hún að grínast? sá hana ekki brosa...
| | 0 ummæli
Vá hvað maður (hey ég nota maður í staðinn fyrir mar) er búinn að vera tuskulegur frá því að skólinn byrjaði og VÁ hvað blak er leiðinleg íþrótt. Var í fyrsta tímanum í dag og mig langaði að æla yfir Sverri kennara...Hlaupa og halda bolta á lofti? kasta á milli? Armbeygjur? hvað með að spila bara blak? Ekki það að Það sé neitt mikið betra, fæ þá alla vega að setja upp hið ósýnilega forcefield sem kastar frá sér öllum fljúgandi hlutum. Alveg ótrúlegt hvernig boltin nær ekki að lenda á mér. Þótt ég reyni að fylgjast með og reyna að þykjast hafa áhuga þá bara sorry, ég var að deyja. Ekki gaman að láta öskra á sig GRÍPA!, SKIPTA!, MAGNÚS! (nei þetta er ekki diss á þig Jóna mín né þig Andri minn, heldur annan dreng þarna sem var með okkur í liði, veit ekki hvað hann heitir:-) og fá svo asnaleg komment frá Sverri um það hvernig ég kasta bolta (sem ætlaði að vera svo ógeðslega sniðugur, við munum öll eftir stærðfræðitímunum hérna í gamladaga þegar var tekið smá frí frá kennslu fyrir Sverri til að segja okkur brandara, ég svaraði bara með kúl rödd og sagðist vera pró og kasta þess vegna ekki eins og "hinir"
Og eitt að lokum...þessi
er komin hingað heim frá Þýskalandi fyrir 2.3 milz....AVENSIS HVAÐ!