| |
Var að koma heim úr bænum með Kobba kaftein...Gaman að sjá þegar bærinn lifnar við eftir veturinn. Við fórum og skoðuðum höfnina, fórum að skoða nýja bílinn, fórum í bakarí og heimsóttum ömmu Bedúelu og afa. Fengum svo far með Ömmu Ósk heim, frekar fríki að sitja með Ömmu og vinkonu hennar í bíl því þeim þykir svo gaman að syngja, og þegar Amma syngur við akstur á hún það til að gleyma að bensíngjöfin er til þess að stjórna hraða bílsins en ekki mælikvarði á það hversu gaman henni finnst að syngja...fórum hátt í 130 á Coltinum þegar þær sungu sem hæst. En kominn er ég heim og ætla ég mér á horfning í ídóli nú.

Engin ummæli: