| |
Ég sé bara ekki tilgang í því að reyna að kasta boltanum til baka í blaki. eða smassa, kvassa eða hvað sem það heitir að reyna að koma boltanum yfir á "óvinasvæðið". Hættan á því að ég meiði mig, kannski ekki alvarlega, þegar ég ber boltann til baka eru bara of miklar. Betra að standa og annað hvort horfa á hann lenda við hliðina á sér eða færa sig um eitt skref til vinstri eða hægri til þess að hann lenti ekki á kollinum, eða verra, á tásunum mínum (ég er nebla sá eini sem er ekki í skóm í íþróttum). Sé ekki tilgang í því að gera kastæfingar af því að ég er ekki að fara á stórmót fyrir íslands hönd í blaki. Ég er ekki að fara að kenna blak, ég er ekki að fara að spila blak, nema þá að nafninu til, núna né í komandi framtíð. Ég hata blak.

Engin ummæli: