| |
Nú er ég alveg hættur að skilja íslenska karmenn og þá sérstaklega þá sem eiga stóra jeppa. Á leið minni úr bænum áðan lenti ég, eins og gerist í 8 af 10 skiptum þegar ég fer yfir heiðina, í blindbil. Dólaði mér á 60-70 í góðum fíling og hugsaði með mér: "ok ég sé ekki neitt, ég keyri bara beint áfram, það virkar alltaf". Þegar ég er kominn upp á háheiðina eins og hún er kölluð kem ég aftan að jeppa, nánar til tekið DOGE RAM. Mér þótti það nokkuð fyndið að þótt þessi karlmaður (ætla að gefa mér að þetta hafi verið karlmaður) sem var á nýlegum jeppa, gat ekki leyft sér að fara hraðar en 40. í aðstæðum sem leyfðu meiri hraða...En ok ég ákveð að vera ekkert að taka fram úr eins og asni og held mér bara fyrir aftan hann á mínum 16 ára gamla bíl. Eftir 5 mín gefur jeppinn stefnuljós og fer út í kant. HANN VAR BÚINN AÐ GEFAST UPP. Hann vildi sem sagt ÉG væri fyrstur í þessari bílalest, ég sem er á 16 ára gömlum benz. Ég tek örlögum mínum og fer framúr, hugsandi "fólk er fífl". Það nákvæmlega sama gerist aftur milli Verahvergi og Selfoss, stór jeppi gefst upp á því að leiða lestina og lætur mig leiða. Sem sagt, hann treysti mér, 19 ára strákpung á ég veit ekki hvað litlum dekkjum betur en sjálfum sér. Þetta pirraði mig mjög því ég þoli ekki að keyra í svona aðstæðum, alveg á tánum. Slæmt þegar risajepparnir geta ekki sinnt þeirri "skildu" sinni að ryðja vegin fyrir okkur hin. Það eina sem þarf á þessu landi okkar til þess að komast fjalla á milli er góð miðstöð, góðar vinnukonur (rúðuþurrkur) og hressandi geisladiskur. Stór dekk eru fyrir þá sem eiga við sjálfsmyndar issjú að stríða.

Engin ummæli: