Takk fyrir árið, og sjáumst á því næsta.

| | 2 ummæli
                                                     Ég í áramótagallanum mínum.
Viðburðaríkt ár að kveðja. Verkfræðin, búa í bænum, Róm, búa aftur í bænum, prófin eru svona það helsta sem gerðist. Held að næsta ár verði bara enn betra:-D

| | 1 ummæli
Það er ekki hægt að segja annað en ég hafi verið að vinna undanfarið. Helgin fór í vinnu, eða raun hangs. En það er það sem ég vinn við þegar ég er ekki í skóla, hangsa á vinnustaðnum í keppni við annað starfsfólk um hver nær að geyspa sem oftast. Ég er bara að verða geðveikur á því að gera ekki neitt í vinnuni, og svo er lýsingin hræðileg, og innréttingarnar ljótar. Enda tók ég mig til áður en ég labbaði heim eftir vinnu og strokaði yfir nafnið mitt á vaktaplaninu, sem og þær vaktir sem ég "tók að mér" að vinna fram til 7. Janúar. Ekki búinn að fá út úr einu einasta prófi, en ég er nú samt bara semi jákvæður fyrir þessu öllu saman. Á ekki von á öðru en að ná öllu, þótt slysin gerist. Annars óska ég öllum bara góðra áramóta:-D
| | 1 ummæli
Jemin eini. Ég var að sörfa youtube, og kom niður á tónlistarmyndband með Spice Girls. 30 sek inn í lagið áttaði ég mig á því að ég kunni textan upp á 10. Þetta leiddi til þess að ég fór að skoða fleiri myndbönd með stelpunum, og eins og ég óttaðist kunni ég alla texta og melódíur betur en þær sjálfar. Það er greinilegt að ég hlustaði aðeins meira á þessa hlómsveit á mínum yngri árum en ég gerði mér grein fyrir. Þarf að endurnýja kynnin í jólafríinu
| | 0 ummæli
 Ég legg það nú ekki í vana minn að hlusta á svona tegund tónlistar, en það er samt bara eitthvað við þetta lag sem ég dýrka.
| | 1 ummæli
               Charles Chaplin og Jackie Coogan í hlutverkum
                 Flækingsins og stráksins í The Kid frá 1921

Eðlisfræðin gekk vel. Núna er það bara jarðfræðin á þriðjudag. Byrja að læra fyrir hana á morgun eða hinn, er ekki mikið að stressa mig yfir henni, rétt eins og tölvunarfræðinni, hún verður easy. Er farinn að sofna klukkan 11 á kvöldin og vakna milli 7 og 8, vona það endist eitthvað af því það er svo þægilegt að dúlla sér á morgnanna meðan það er dimmt og kallt úti. Sit núna á brókunum einum fata, fékk þá snilldar hugmynd áðan að þvo einu buxurnar sem ég kom með heim frá RVK, kunni ekki á þvottavélina, þannig ég þvoði þær í hondunum í baðkerinu, sem gekk ekki vel. Notaði annað hvort of mikla sápu, eða of littla. Það er alla vega mjög skrýtin lygt af þeim þar sem þær liggja á ofninum inn í stofu, og bókstaflega neita að þorna. Þær eru sem sagt með mjög háan eðlisvarma;-). Er farinn að huga að jólum og jólakortum, langar ekki í neitt sérstakt, nema bara gleðileg jól handa öllum og kannski nýja skó, núvernadi eru farnir að líkjast þeim sem flækingurinn er í frekar mikið.
 
| | 1 ummæli
Stærðfræðigreiningarprófið var dauði. Fékk sjokk þegar ég las fyrst yfir það, en náði svo að krafsa aðeins í bakkann. Ætli það séu ekki svona 60% líkur að ég nái. Svo er bara að vona að prófið verði skalað til.
En næst er það eðlisfræðin, hún á eftir að ganga betur...
| | 2 ummæli
OMG Stærfræðigreiningarprófið byrjar eftir 90 mín!!!
Ekkert smá mikið stress í gangi!

Að kaupa sína fyrstu íbúð? Ekki séns!

| | 3 ummæli
Þeir sem hafa verið að umgangast mig undanfarið hafa kannski tekið eftir því hversu mikið íbúðarverð á íslandi fer í mínar fínustu taugar. Þar sem ég mun útskrifast eftir nokkur ár, og þá (að ég hélt) kaupa mér íbúð, fór ég að skoða verð á littum íbúðum, fyrst í RVK og svo á Selfossi. Er verið að gera grín af mér? Verðin eru ótrúleg. Það er verið að byðja mann um 20.000.000 kónur fyrir littlar blokkaríbúðir, sem varla ná 60 fermetrum. Fór og lét reikna út hvað ég gæti fengið hátt lán (ils.is), og gaf mér að þegar ég útskrifast eftir 2 til 3 ár, verði ég með 350.000 krónur á mánuði. Samkvæmt þeim útreikningum hef ég ekki efni á að kaupa mér íbúð nema eiga miljónir inn á banka, sem ég á ekki og mun ekki eiga eftir nokkur ár. Get samt fengið fína íbúð á ísafirði (mjög góð verðin þar, enda snjóflóðahætta, eins og ég er búinn að læra um í skólanum), en þá er allt eins hægt að flytja til Grænlands. Eftir þessa littlu óvísindalegu könnun mína er ég alveg kominn með það á hreint að ég flyt úr landi um leið og ég er búinn með mitt nám. Danmörk hljómar vel.
| | 0 ummæli
Prófatíð gengur í garð, varla hægt að hugsa sér jólin án hennar. Ég er ekki alveg byrjaður að læra á fullu undir prófin, þótt ég ætti auðvitað að vera það. Bara rétt farinn að skima yfir hvað ég kann, og hvað ég þarf að læra betur. Svo byrjar þetta á fullu í næstu viku. Er nú samt bara ágætlega jákvæður gagnvart þessu öllu saman, þó stærðfræðigreiningin eigi eftir að taka á. Bara muna að slaka á í prófinu, því ég á að kunna þetta allt saman. Er einnig farinn að huga að vinnu fyrir næsta sumar. Margt sem freistar, kannski maður sæki um hjá Ræktó (þó það þýði að ég komi heim á kvöldin dauðþreyttur). Vill helst vinna undir sól (nú eða rigningu) við framkvæmdir, samt ekki smíðar.

Á morgun ætla ég að kaupa mér nýja skó.