| |
Prófatíð gengur í garð, varla hægt að hugsa sér jólin án hennar. Ég er ekki alveg byrjaður að læra á fullu undir prófin, þótt ég ætti auðvitað að vera það. Bara rétt farinn að skima yfir hvað ég kann, og hvað ég þarf að læra betur. Svo byrjar þetta á fullu í næstu viku. Er nú samt bara ágætlega jákvæður gagnvart þessu öllu saman, þó stærðfræðigreiningin eigi eftir að taka á. Bara muna að slaka á í prófinu, því ég á að kunna þetta allt saman. Er einnig farinn að huga að vinnu fyrir næsta sumar. Margt sem freistar, kannski maður sæki um hjá Ræktó (þó það þýði að ég komi heim á kvöldin dauðþreyttur). Vill helst vinna undir sól (nú eða rigningu) við framkvæmdir, samt ekki smíðar.

Á morgun ætla ég að kaupa mér nýja skó.

Engin ummæli: