| |
               Charles Chaplin og Jackie Coogan í hlutverkum
                 Flækingsins og stráksins í The Kid frá 1921

Eðlisfræðin gekk vel. Núna er það bara jarðfræðin á þriðjudag. Byrja að læra fyrir hana á morgun eða hinn, er ekki mikið að stressa mig yfir henni, rétt eins og tölvunarfræðinni, hún verður easy. Er farinn að sofna klukkan 11 á kvöldin og vakna milli 7 og 8, vona það endist eitthvað af því það er svo þægilegt að dúlla sér á morgnanna meðan það er dimmt og kallt úti. Sit núna á brókunum einum fata, fékk þá snilldar hugmynd áðan að þvo einu buxurnar sem ég kom með heim frá RVK, kunni ekki á þvottavélina, þannig ég þvoði þær í hondunum í baðkerinu, sem gekk ekki vel. Notaði annað hvort of mikla sápu, eða of littla. Það er alla vega mjög skrýtin lygt af þeim þar sem þær liggja á ofninum inn í stofu, og bókstaflega neita að þorna. Þær eru sem sagt með mjög háan eðlisvarma;-). Er farinn að huga að jólum og jólakortum, langar ekki í neitt sérstakt, nema bara gleðileg jól handa öllum og kannski nýja skó, núvernadi eru farnir að líkjast þeim sem flækingurinn er í frekar mikið.
 

1 ummæli:

Unknown sagði...

Ég lenti í því sama um daginn á Bifröst. Það vildi svo skemmtilega til að ég var á leiðinni í sturtu svo ég tók fötin bara öll með mér í sturtuna og smellti einhverju dóti á þau. Þau lyktuðu mjög vel alla vikuna.

Lenti svo líka í því um daginn að ég var ekki með neitt handklæði. Ég þurkaði mér bara með peysunni minni