Að kaupa sína fyrstu íbúð? Ekki séns!

| |
Þeir sem hafa verið að umgangast mig undanfarið hafa kannski tekið eftir því hversu mikið íbúðarverð á íslandi fer í mínar fínustu taugar. Þar sem ég mun útskrifast eftir nokkur ár, og þá (að ég hélt) kaupa mér íbúð, fór ég að skoða verð á littum íbúðum, fyrst í RVK og svo á Selfossi. Er verið að gera grín af mér? Verðin eru ótrúleg. Það er verið að byðja mann um 20.000.000 kónur fyrir littlar blokkaríbúðir, sem varla ná 60 fermetrum. Fór og lét reikna út hvað ég gæti fengið hátt lán (ils.is), og gaf mér að þegar ég útskrifast eftir 2 til 3 ár, verði ég með 350.000 krónur á mánuði. Samkvæmt þeim útreikningum hef ég ekki efni á að kaupa mér íbúð nema eiga miljónir inn á banka, sem ég á ekki og mun ekki eiga eftir nokkur ár. Get samt fengið fína íbúð á ísafirði (mjög góð verðin þar, enda snjóflóðahætta, eins og ég er búinn að læra um í skólanum), en þá er allt eins hægt að flytja til Grænlands. Eftir þessa littlu óvísindalegu könnun mína er ég alveg kominn með það á hreint að ég flyt úr landi um leið og ég er búinn með mitt nám. Danmörk hljómar vel.

3 ummæli:

Unknown sagði...

Magnús ég held að þetta sé komið á það stig að nú sendir þú bara bréf til stjórnvalda þar sem þú upplýsir þá um hversu sjokkeraður þú sért yfir húsnæðsverði.
Gætir látið fylgja með minnisbréf varðandi veggi í húsinu þínu sem þér finnst að þú mættir brjóta niður ;)

Jóna Þórunn sagði...

Vá, hvað þetta hljómar einstaklega kjánalega. Þú hefur ekkert að gera í Danmörku, græðir ekki einu sinni á að kaupa ódýran bjór, hvað þá annað! Er ekki málið að lifa bara á foreldrum þínum til 35 ára aldurs og flytja svo í sumarbústað í Heiðmörk (sem þá verður komin inn í miðja Reykjavíkurborg heldur stækkun hennar áfram...). :)

Nafnlaus sagði...

Hey, góð hugmynd!