| |
Og ég held áfram að fá í skóinn...Fékk Nissa í morgun sem kom sér vel þegar leið á daginn. Gaman hvað hann pabbi er ekki neitt að hætta að gefa okkur í skóinn þótt við komumst til vits og ára (ég er að komast á mitt 20 aldursár). Sem betur fer er hann ekki eins og sumir prestar sem neita því alfarið að jólasveinninn sé til. Aðeins meira áfall fyrir 5 ára dúllu að fá það eins og blauta tusku í andlitið að eitt það mest spennandi við jólin, jólasveinarnir, séu ekki til! Ég ætla að verða eins og pabbi og gefa börnunum mínum í skóinn for live!

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En kannski ekki jafn mikið áfall og fyrir 8 ára krakka sem áttar sig á að mamma hans og pabbi, ljós lífs hans, universal role models, hafa verið að ljúga að honum.

Magnús Kristinsson sagði...

True

Nafnlaus sagði...

Þannig að ég fékk þig til að skipta um skoðun?

Magnús Kristinsson sagði...

Tja...ég sé ekki afhverju það ætti að skipta máli hvort krakkinn sé 5 eða 8

Nafnlaus sagði...

ha? pabbi þinn? hva!? ertu að segja mér að jólasveinninn sé EKKI til?????????????

Magnús Kristinsson sagði...

uuuu...Nei hann er sko alveg til en Pabbi er bara verktaki hjá þeim sko, sér um götuna mína, fylgir því að vinna hjá Þjóðkirkjunni

Nafnlaus sagði...

Nei, það var ekki áfall fyrir mig, enda orðinn að minnsta kosti 10 ára þegar ég uppgötvaði þetta og löngu búinn að átta mig á því að mamma og pabbi voru ekki frábærustu manneskjur á jörðinni.
En það hlýtur að vera minna áfall að heyra það second hand að það hafi verið að blekkja mann en að sökudólgurinn viðurkenni það sjálfur.
Svo gera lygar aldrei neitt gott. Ég hélt líka að þú hefðir lært það af ræðukeppninni að það þarf ekki að vernda neinn fyrir lífinu. Lífið er alveg nógu yndislegt þó að allir taki sig ekki saman og ljúgi upp sögum um jólasveina. Allavega eru það allt aðrir hlutir en jólasveinar sem hafa fyllt mig gleði í gegnum árin.

Nafnlaus sagði...

Ok.

Það er sko allt í lagi að segja krökkunum sögur en það er allt annað mál að segja að þær séu sannar, gegn fullvissu sinni. Þá er maður farinn að ljúga og það getur bara aldrei mögulega verið gott.

En hver er þá boðskapurinn með sögum um jólasveina, eru til einhverjar sérstakar fyrir utan einhverjar lélegar disney myndir og ljóð Jóhannesar úr Kötlum?

Nafnlaus sagði...

Hahaha jámm við lærðum af ræðukeppnini að allir hafa gott af smá ævintýrum;)