| |
Jæja þá er bústaðarferðin farin. Það var mjög gaman, sá brjóst og allt...Sem var kannski eftir á að hyggja ekki beint gaman, samt ekki leyðinlegt sko, eða sko þau voru alveg flott og allt það en skildu ekkert eftir sig, eins og þegar mar les bók þá eftir að hafa lesið hana leggur maður hana frá sér og hugsar "já ok" og fer svo aftur út í lífið reynsluni ríkari. Hefði ég ekki verið þarna hefðu þau samt verið ber þannig að ég kom málinu lítið sem ekkert við og þar með var ég bara vitni...Sem er kannski ekki neitt stótmál

Var mikið í pottinum og borðaði mikið af skrýtnum mat sem Bónus selur sem "Pizza", en ég hef smakkað "pizza" oft um ævina og þetta var ekki einu sinni svipað "Pizza", meira út í ristað brauð með osti og pepparóní dæmi. Svo læri ég spil sem heitir Kani og ég fatta ekki alveg ennþá en samt vann ég (held ég) nokkrum sinnum, ótrúlegt spil. Uppplifði misskilning lífs míns með Halldóri Berg í Pakki, sem er enn eitt spilið, komst að því hvað ég vil, en ofan á allt annað átti góða helgi með frábæru fólki!
núna í spilun: Champagne Supernova by Oasis

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvort sem þú lest bók eða sérð brjóst þá skilur það alltaf eitthvað eftir sig. Maður breytist alltaf smávegis og svo er náttúrulega sum reynsla life changin eða life altering eða hvað sem maður segir. Málið er að allt skiptir máli en bara mismiklu.

Nafnlaus sagði...

fuck hvað ég rústaði þér í pakki

Nafnlaus sagði...

Þessi misskilningur var nú eiginlega allur mín megin. Hann fólst aðallega í þeirri skyndilegu hugdettu minni að ég geti lesið hugsanir annarra og aðrir skilið hugskeyti frá mér. Það reyndist ekki aldeilis rétt.