Árið 2005

| |
var gott ár. Skurðaðgerð, Dale, Morfís, Króatía, Slóvenía, Ítalía, Efnalaugin og Sundlaugin, nýr bíll, 19 árið í röð einstæður og barnlaus, fór út að hlaupa, áttaði mig á hvað mig langar til að læra, 12% veltuaukning á bankabókinni...En annars var árið óvenju fréttalítið, ég var bara ég, eins og venjulega og ekkert stórvæglilegt kom fyrir, vann ekki í lóttó, fékk ekki óskar. Minna stress þetta árið heldur árið þar áður, ég er afslappaðri að flestu leiti. Var duglegur að hjálpa mömmu með heimilisverkin í ár, lærði á þvottavél og fleiri tæki sem ég kann ekki nöfnin á. Skólinn gekk vel, hann var líka skemmtilegri í ár. Mörg járn í eldinum fyrir næsta ár, margt sem ég vil gera en annars er ég sáttur við mitt. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla

2 ummæli:

Magnús Kristinsson sagði...

Takk sömuleiðis.
Ég verð að fara að skrifa niður áramótaheitin mín.

Var reyndar búinn að skrifa niður markmiðalista sem ég týndi reyndar á netinu svo ég hef ekki hugmynd um hvort mér gangi vel að fara eftir honum :D

Magnús Kristinsson sagði...

Og þetta er væntanlega Kobbi hér fyrir ofan