| |
Þá er jólainnkaupin að hefjast. Fórum saman fjölskyldan (eða alla vega þeir sem ekki eru farnir að heiman) að leita að gjöf handa Skúla og líta á heimabíókerfi sem Pabbi heldur ekki vatni yfir. Fórum líka í Húsasmiðjuna að líta á blandara (?). Svo er það jólaferðin okkar Kolbeins og Pabba á föstudag þar sem öllu verður reddað á 12 tímum eins og venjulega. Mér finnst þorláksmessa svo geggjuð, jafnast næstum á við jólin. Allt er orðið hreint hérna heima, seríur, ljóskasstari á húsið eins og venjulega. Mamma leigði meira að segja Famlily Man til þess að horfa á í kvöld, ef þetta eru ekki jólin þá veit ég ekki hvað.

Engin ummæli: