| |
Konur, eða kvennkyns hjúkrunarfræðingar eru mjög líklega það besta sem finnst á þessari jörð. Ég varð að leggjast inn á sjúkrahús á miðvikudaginn vegna smá galla. ég mætti frekar lítill á miðvikudags morguninn, 10 mín of seint (ekki mér að kenna heldur lyftuni á sjúkrahúsinu sem mætti fara á haugana). Þar tók á móti mér lítil kona og gaf mér smá túr um deildina. Sýndi mér rúmið mitt, klósetið, sturtuna, mótökuna og sitt hvað fleira. Um stund leið mér eins og á hóteli. Ég var látinn í sturtu, þreif mér þó sjálfur, og nýjar mjög svo asnalegar nærbuxur sem stóð á "Eign þvottahús sjúkrahússins" voru mér afhentar ásamt hvítum kyrti með tölurnar aftan á. Mér hefur aldrei áður á ævinni liðið eins og geðsjúkum manni þegar ég gekk um deildina í nærbuxum og kyrtli, ekki munandi hvort ég væri í herbergi 606 eða 609...klukkan 2 fékk ég svo mína kæruleysistöflu sem við fyrstu kynni hafði ekki mikil áhrif á mig...það var ekki fyrr en ég var beiðinn um að færa mig yfir á skurðarborðið að allt var svo spennandi og gaman. stuttu seinna var ég sofnaður. fjórum tímum seinna byrjaði ég að heyra ljóð í hringum mig og opna augun, þá var ég kominn í stórt herbergi fullt af fólki nýkomið úr aðgerðum. var með hjartalínurit fyrir ofan mig, næringu í æð og ekki í neinu nema nýju nærbuxunum mínum. Klukkan sjö var ég svo færður upp á deildina aftur, þótt ég væri ekki alveg kominn til vits.... Ég get ekki sagt annað en að þjónustan hafi verið fyrsta flokks, hjúkrunarfræðingur með pillu, mat, sprautu, kaffi, blað, eða koss ekki nema 20 sekóntur í burtu. vakinn næsta morgun með kaffi, heitu morgunblaði og ristuðu brauði. Hjúkrunarfræðingarnir alltaf með bros á vor spyrjandi hvort það mærri bjóða mér meira verkjalyf. í 2 daga átti ég 5 mömmur sem nutu þess að þjónusta mig.
núna í spilun: Some Might Say by Oasis

Engin ummæli: