| |
Vá hvað Jón Gunnar er geggjaður. Ég dýrka manninn, ekki bara af því að hann er fyndin, heldur líka af því hversu góður lygari hann er og hvernig hann talar. Hann getur látið allt hljóma spennandi. Svo er það fáránleikahúmorinn eða "fyndið af því að það er ekki fyndið" húmor sem ég dýrka. Kom á kvöldvökuna og fór á kostum, eða mér fannst það. Held samt að flestir hafi ekki verið að fíla svona óundirbúið grín, en það var einmitt það fyndna, hvað þetta var ekki fyndið. Ég sat og brosti mínu skærasta allan tíman og vonaði að þetta tæki engan enda. Maðurinn er þjóðargersemi, þeir félagarnir eru orðnir að stofnun í íslensku útvarpi....Synd að þeir skuli vera að hætta:-(

En annrs var ég að koma úr bíó með HEIMI TEIMI, fórum á þjóðargersemina með Nikulási tösku...góð mynd, minnir á Da vinci lykilinn..

Engin ummæli: