| |
Klukkan er að verða fimm og ég er ennþá hér fyrir framan skjáinn. Get ómögulega sofnað. Er dressaður upp í gráu nærbuxurnar, með bumbuna út í loftið hugsandi: "hvenær ætli ég verði nógu þreyttur til þess að sofna?"..."vá er ég búinn að fitna um jólin...ég hætti að borða eftir þrettándann, mæti betur á æfingar, þá kemst ég niður fyrir 80"....eða er kannski kúl að vera með bumbu. Er það soldið inn í dag?...ekki það að ég sé eitthvað að leita eftir því að vera inn. Falla inn í hópinn. vera einn af strákunum. Skrýtið að sjá hvað sumur rembast við að falla inn. Alveg bara rennur af því svitinn. En ekkert að því svo sem. Fer oft bara mínar eigin leiðir, geng meira að segja ekki sömu leið og Kobbi í skólann. Er orðin þreyttur á földum skilaboðum í tali fólks og leiðinlegum athugasemdum. Sumt fólk sem ég þekki hefur komist vel upp á lagið með að gagnrýna mann án þess að gagnrýna. þúst tvöföld skilaboð. Já og ég er hættur við að hafa veraldleg verðlaun fyrir Magnúsinn, verðlaunin eru klapp á kollinn, og bros. Kostar minna.

Nýr liður:
Magnús vikunnar.
Farinn að telja kindur:-p

Engin ummæli: