| |
Fyrsti skóladagurinn eftir jól. Hérna sit ég inn á bókasafni að blogga á PC tölvu. Það hef ég aldrei gert áður. Ég skrifa því fremur hægt miða við venjulega, afsakið það, reyna bara að lesa hraðar. Tek eftir smá rönd hérna fyrir ofan texta kassann, þar sem hægt er að feitletra, skáletra og setja inn linka á mjög auðveldan hátt. Ég sem er búinn að vera að pikka þetta inn beint, En skil núna af hverju fólk hefur verið iðið við að skreyta textana sína með svona löguðu. Búinn að kynnast nokkrum nýjum kennurum í dag. Þar fremstur meðal jafninga er Sveinn Magnússon sem er víst einhverskonar goð hérna í skólanum. Alltaf þegar hann er nefndur á nafn fara allir að tala um reglustikuna og skeiðklukkuna sem á víst að vera notuð til þess að fólk sé ekki of lengi á klósetinu:-). En kallinn er snillingur, sá það þegar ég gekk inn í tíman hjá honum. Frekar nefmæltur sem er alltaf fyndið og örugglega mjög góð sál. Margar lýsingarnar sem fólk hefur gefið á honum eru bara nokkuð réttar. Hlakka mikið til þess að vera hjá honum í vetur. Svo er ég hjá Gylfa í íslensku með Gunnari. Verður örugglega mikið fjör hjá okkur í vetur þar líka, lesa Njálu og svona. Einhver karl að nafni Úlfur kennir mér Stæ 303...hef ekki mikið um hann að segja, eða jú hann er með úr sem passar ekki á höndina á honum, rennur alltaf niður...En Ólafur fékk að kenna mér Stæ 313 og Þórunn jóna ætlar að kenna mér sögu...Kolbeinn segir að saga sé leiðinlegt fag...en ég á mjög bágt með að trúa því. Svo er ég hjá Lísu (að ég held) í myndlist, þar sem Marie er líka. Semsagt bara gaman gaman...

Engin ummæli: