| |
Og eins og í fyrra þá er ég ekki kominn með vinnu á meðan allir hinir eru búnir að skrifa undir. Þetta verður flóknara með hverju árinu. Standartinn hækkar og hækkar hvað laun og aðstæður á vinnustað varðar og svo er ég náttla "fatlaður" í ár. Nánast allir komnir með vinnu og ég er endurtekið spurður hvað ég ætli að fást við í sumar. Er farinn að svara " ég ætla að fást við rannsóknir á svo kölluðum píplum, en það eru örverur sem lifa í þingvallavatni" eða " ég verð í sérverkefnum fyrir Árnastofnun". Kannski mar gangi (aftur á bak) í kringum landið og fái Essó og Olís til að styrkja sig?

Engin ummæli: