| |
Klukkutími og korter tók mig að taka strætó frá Hí og heim til afa og ömmu, ég hefði gengið þetta á klukkutíma. Annars eru fyrstu dagarnir sem verkfræðinemi búnir að vera skemmtilegir. Þetta er ekki alveg komið á fullt en maður fer nú samt upp á bókasafnið og lærir þangað til það lokar eftir skóla, sem er búinn um hádegi á má, þri og mi. Þetta er mjög erfitt en þó skemmtilegt. Svo lærir maður eftir kvöldmat þangað til maður nennir því ekki lengur svona 10. Sumir kennarnir eru samt ekki alveg að átta sig á því að maður var bara að byrja því í greiningu burðarvirkja talaði kennarinn um hvað við værum öll orðin góð í forritun eftir síðustu önn og hann ætlaði að hafa eitthvað þannig verkefni í áfanganum. Það verður skemmtilegt að sjá hvað kemur frá mér þá...Ég ætla pottþétt að koma heim um helgar, því maður saknar sundlaugarinnar og náttla Pulló. Markið annarinar er að ná öllu, og helst að ná því eins og Gummi matt gerði, 8 í meðaleinkunn.

3 ummæli:

Jóna Þórunn sagði...

Vá, hvar búa amma þín og afi eiginlega? Áttu ekki hjól til að sameiga farkost og hreyfingu?

Unknown sagði...

Þetta tók 20 mín í dag, er að læra á þetta allt saman...

Jóna Þórunn sagði...

Þannig.