| |
Mér finnst eins og ég þurfi alltaf að vera í einhverjum feluleik við nágranna mína, og þá sérstaklega við þá sem búa í íbúðinni hliðina mér. Var til dæmis að hlusta á tónlist áðan, en lækkaði þar sem ég var alveg viss um að fólkið, (maðurinn, konan eða hver sem býr hliðina á mér, hef aldrei séð þau, hana eða hann) heyrði nákvæmlega hvað ég væri að hlusta á. Ég heyri alla vega þegar þau, hann, hún kveykja á sjónvarpinu eða ákveða að fá sér vatnsglas. Svo fór ég að vaska upp, en gat það varla af því ég hafði vatnið á svo littlum straum til að nágrannarnir vöknuðu ekki við gjörninginn (klukkan var hálf tvö). Þegar ég verð stór ætla ég að eiga heima í húsi þar sem teikningar að öllum veggjum voru fengnar lánaðar frá neðanjarðarbyrgi Hitlers og fjölskyldu, vil geta sungið og dansað meðan ég vaska upp og hlustað á tónlist eins hátt og mig listir...

Og talandi um lélega veggi, þegar ég skrúfa frá vatninu í íbúðinni fæ ég brúnt vatn í nokkrar sek, verður maður núna að byrja sjóða allt neysluvatn?

2 ummæli:

Jóna Þórunn sagði...

Hvað er þetta. Hækkaðu í græjunum þangað til nágranninn kemur að kvarta. Þá sérðu amk. hvers kyns viðkomandi er...

Unknown sagði...

Ég bý í stálgámi. Ég myndi ekki heyra ef einhver myndi senda sprengju á gáminn hliðina á mér.

Þú ættir að flytja inn Eimskipsgám, það er ódýrt og það er hljóðlátt ;)

Mér líður samt eins og ég búi í bragga. Sé einn af braggabörnunum sem lykta af svona braggalykt.

En jæja þetta er allavegana hljóðlátt!