| |
Jæja. Við fjölskyldan (eða alla vega þeir sem búa ekki út í buska, og þá er ég sérstaklega að tala um Kolbein og Melkorku) áttum góðan laugardag saman. Byrjuðum á að lúlla smá fram eftir, og fórum svo í heimsókn til afa og ömmu. Þau voru hress að vanda, og amma alltaf jafn heyrnalaus:-D. Síðan var farið í sund, sem var klikkað, enda laaangt síðan maður fór í sund síðast. Mér finnst ég aldrei vera orðinn almennilega hreinn fyrr en ég er búinn að fara almennilega í sund, sturta og bað eru bara plat. Eftir sundið vorum við orðinn sveitt svöng og þess vegna var farið á Ryby í boði pabba, eitthvað sem mamma og pabbi höfðu aldrei gert áður(þ.e farið á Ruby), enda voru þau alveg sjokkeruð á því hvað maturinn var góður. Ég sá reyndar ekki svipinn á þeim þegar þau borguðu reikningin, en ég geri mér í hugalund að sú gleði sem þau átti við að borða matinn hafi horfið þegar þau borguðu hann:-D. Lentum svo í blindbil á leið yfir heiðina heim, en komumst þó til skila...

En talandi um veður. Hef það á tilfinningunni að hjálparveitin á selfossi fái lítið af verkefnum sér til hæfi.
Núna er smá rok á Selfossi (tek það fram að bilurinn er bara upp á heiði), ekkert meira en allir hafa upplifað áður. Einstaka gamalmenni þyrfti kannski að halda um hatt sinn þegar gengið er um götur, en ekkert meira en það. En auðvitað er BJÖRGUNNARSVEITINN á selfossi mætt á staðinn. Þeir eru núna búnir að stilla sér upp við N1 á selfossi með um 5 eða 6 jebba, allir í rauðum samfestingum, tilbúnir fyrir hvað sem er. Svo sér maður þá keyrandi um bæinn, eins og í leit að fórnarlömbum óveðursins:-D

Engin ummæli: