| |
Ég las það einhverstaðar að þetta snérist allt um "First impressions" þegar kemur að því hvaða mynd fólk fær af manni. Núna er littli bróðir kominn með einhverja gellu og er ég að íhuga þessa daganna hvað ég eigi að gera þegar ég hitti hana "loksins". Ég vil koma út sem hálfgeðveikur og með áráttuhegðun, eða öllu heldur vil ég láta littla bróður skammast sín fyrir mig:-) Kynna sjálfan mig sem Guðrúnu? Koma hlaupandi prumpa á hana og hlaupa svo í burtu?. Læra einhverja setningu aftur á bak eins og "hæ, ég er Magnús, bróðir Kobba" og fara með hana áfram og aftur á bak, ganga svo aftur á bak út úr herberginu í öfugum fötum? Hef verið að bíða eftir þessu tækifæri í 20 ár

Annars skrap ég með Heimi og skoðaði Ketti í dag, hann er eitthvað að spá í að fá sér svoleiðis. Man ekki hvað tegundin heitir, en hún lítur út alveg eins og blettatígur. Flottustu kettir sem ég hef séð, enda kosta þeir sitt. Kannski býður hann með þetta, kannski ekki.

1 ummæli:

Unknown sagði...

haha það væri geggjað ef hún héldi að þú værir geðveikur. Svo máttu líka vera með bangsa sem þú heldur stöðugt á