| |
Ég var lítið sofinn, fór upp í rum um 6, með fullann haus af formúlum og skylgreiningum. Var ekki búinn að fara í sturtu í 3 daga, og það sást. Ég var með það fitugt hár í prófinu að ég fór í úlpu með risa hettu til að fólk þyrfti ekki að horfa upp á þetta. Prófið var svo alltof létt. Kennarinn reyndi ekki einu sinni að villa fyrir manni, sem er gott. Fór svo í dýrindis langa sturtu með mikið af sápu eftir prófið. Núna hef ég sem sagt allann tímann í heiminum, þannig ef þú þarft einhvern til að skjótast út í búð eða kaupa í matinn, þá skal ég gera það með glöðu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já Magnús minn, þú býður vel. Húsmæður bæjarins eiga eftir að hlaupa til og kalla þig til verka... í snatt og þrif, smákökubakstur, jólagjafakaup, kortaskrif, skreytingar... Gott að eiga númerið þitt tiltækt.:o) Kveðja, Gugga.

Nafnlaus sagði...

Það má allveg koma í póker ef það er tími og vilji : )

En til hamingju með að vera búinn í prófum