| |
Mér finnst svo fyndið að skoða bloggsíður hjá fólki sem er með einhverja broskalla fyrir aftan flesta linka inn á bloggsíður hjá öðru fólki. Yfir leitt er :-) eða ;-) jafnvel :-D eða jafnvel ekki neitt. hver er munurinn á :-) og ;-) ? Yfirleitt eru það nú samt stelpur sem gera þetta, þannig þetta er greinilega eitthvað stelpu dæmi sem við hin (við sem erum ekki stelpur) skiljum ekki. Kannski að einhver stelpan taki sig til og útskýri þetta allt saman fyrir mér og öðrum.
Dæmi um broskalla-linka-blogg

3 ummæli:

Ágústa Arna sagði...

þó ég sé stelpa þá get ég ekki útskýrt þetta!

Nafnlaus sagði...

Sko ég held að það sé aðallega til þess að sýna hvort ég sé áðnægð með e-ð :) eða fúl:( eða reið:@ eða leið:S og svo ef maður vill blikka e-n eða gera e-ð svona skemmtó þá ;), :D svona kall ef maður er e-ð rosa glaður já og svona prakkarabroskall :P (amsk geri ég þetta svona) svo lífgar líka uppá að gera líka aðeins smá bros í bloggið en má nú ekki vera of mikið :) Sjatt ég er samt orðin of dugleg að kommenta hjá þér finnst mér.... broskall

Sjattz er þetta e-ð flókið eða?

Svana

Nafnlaus sagði...

sumir vilja ekki hitta folk i raunveruleikanum svo teir lata allar sinar tilfiningar koma fram i broskollum á blogginu sínu.