| |
Einkunnir að koma í hús. Náði öllum mínum markmiðum og gott betur. Ætla ekki að fara út í einstakar einkunnir en meðaleinkunin er slétt 8 og það finnst mér bara mjög viðunandi. Annars er sumarið obinberlega byrjað hjá mér, ekkert stress, sól, vinna og tónlist. Verð samt að viðurkenna að ég hefði alveg verið til í að vera útskrifast núna en ég get ekki breytt því sem liðið er þannig að ég sætti mig við hlutina eins og þeir eru. Ég fór og borðaði á nátturulækningahælinu í gær og ég er orðinn fan dauðans. Geðveikt hollur matur og fínu verði. Það sem betra er að hann er líka mjög góður á bragðið, ekki eins og þegar maður fær sér All-Bran eða Weetabix þar sem maður kúgast og hugsar með sér að maður sé nú samt að lenga ævina með því að borða þetta þótt maður tárist yfir því hvað þetta sé vont (ok kannski ekki alveg).

Núna í spilun: The Hardest Part by Coldplay

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey afhverju ert þú búin að fá að sjá einkunnirnar? eru það ekki bara útskriftarnemar sem fá það?

sá spyr sem ekki veit...

Magnús Kristinsson sagði...

Þú getur tékkað á þeim á Innu

http://nemendur.inna.is/