| |
Mamma og Pabbi fóru og komu frá færeyjum, það er víst voða gaman þarna og þeim langar að fara aftur í sumar. Komu með færesku dagblöðin heim til að við getum hlegið okkur í svefn næstu daga, mjög fyndið og áhugavert að lesa þau, maður skilur alveg 90%. Það áhugaverða er samt að við íslendingar höfum alltaf horft á færeyinga sem smá kjána, svona eins og þegar smábarn segir eitthvað, þá hugsar maður bara: "hehe þú ert nú meiri kjánin". Þetta er nátturulega túngumálinu þeirra að kenna, en það sem ég vissi ekki er að Færeyjingar horfa einnig á íslendiga sem "Smá kjána" og finnst alveg rosa fyndið að heyra okkur tala saman. Svo skal viðurkenna það fúslega að ég er ekki búinn að vera nógu duglegur að læra í páskafríinu, ohh well kannski þarf ég bara á hvíld að halda. Er t.d. búinn að snúna sólarhringnum alveg við, enda klukkan að verða hálf 6 og ég bara að skoða bloggsíður og blogga, ekki vitund þreittur, B manneskja hér á ferð. Hef svo mikið um að hugsa á kvöldin að ég finn varla tíma til að sofa:-)

Engin ummæli: