| |
í gærkvöldi labbaði ég niður í sjónvarpsholið okkar og lagðist niður. Fullur slökunnar og friðar. Andaði djúpt og naut þess að hafa klárað öll verkefni dagsinns. Í von minni um skemmtilegt sjónvarpsefni og rólegt kvöld kveikti ég á sjónvarpinu. Og þá spurja sumir hvað hafi verið á dagskrá, hvað ákvað forstjórakallinn hjá skjá einum að sýna skuli þetta kvöldið á besta tíma? FÆÐINGU Á MANNSKEPNU! Barnið var um það bil að koma í heiminn þegar myndin kom á skjáinn hjá mér og aldrei á ævinni hefur mér brugðið jafn mikið, Fyrst trúði ég ekki alveg hvað ég var að sjá, horfði gjörsamlega stjarfur í nokkrar sek áður en ég gat ekki meir og hljóp að kassanum og slökkti. Þessi þáttur heitir víst "Fyrstu skrefin" og er einhverskonar barna-þáttur, þó ekki ætlaður börnum, eins og sást í gær. Nú mundu sumir segja: "Magnús minn, þetta er nú bara eðlilegasti hlutur í heimi, svona komst þú í heiminn". En mér er sama, get ekki ýmindað mér að nokkur vilji horfa á þetta, nema þá foreldrar barnsins (þó ég telji það líka ólíklegt). Næst geng ég úr skugga hvað er verið að sýna áður en ég opna sjónvarið.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ertu að grínast! ég lenti líka í þessu, var í sakleysi mínu að fletja út pizzur í vinnunni þegar ég heyri allt í einu einhver hljóð sem ég taldi að væru ekki úr þessum heimi. En neinei þá var kellingin bara heldur betur að kreista út úr sér af öllu afli einum litlum snáða með tilheyrandi hljóðum! Ég missti alla matarlystina mína þá!

Unknown sagði...

Já ég sá þetta um daginn og það sem er verst að sjónvarpsmennirnir leggja svo mikla áherslu á að sýna bara allt sko. OG TIL HVERS? Afhverju er þetta ekki í læstri dagskrá? og afhverju hefur enginn fjölmiðill skrifað um þetta rugl

Nafnlaus sagði...

Þetta er hrikalegt sjónvarpsefni!
Ég ældi næstum yfir þessum þætti en konunni fanst þetta bara "sætt".
Gat ekki séð neitt sætt við þetta!

Unknown sagði...

Við karlmenn verðum að standa saman:-)