| |
Fór með sundlauginni (starfsfólki) í vísindaferð til keflavíkur í gær, skoðuðum einhverja sundlaug, sem var ekkert sérstakt, hitti samt Hjalta smá, það var gaman. Fórum svo í bláalónið, sem var geggjað. Sá ekki neinn íslending og mun pottþétt koma þarna aftur, þótt það sé verið að nauðga manni smá, 1400 kall fyrir eitt skipti er blóðugt. Enduðum svo á að fá okkur að borða á Menam, sem er alltaf gott. Svo erum við að undirbúa okkur undir Róm, eða Kolbeinn og Pabbi eru að því, eru með fuuulllt af DVD diskum og bókum sem þeir eru að stúdera, pabbi er meira segja með disk þar sem ítalska er kennd, ætlar greinilega að læra hana á 3 dögum. Þeir ætla sko að nýta tímann til fulls. Ætli ég elti þá ekki bara þarna úti, og kinka kolli.

6 ummæli:

Laufey Sif sagði...

Róm segiru? :) Me liked Alot! Endalaust hægt að skoða þarna..*umm*
Hvenær farið þið út?

Unknown sagði...

5 júní, að ég held

Unknown sagði...

haha já pabbi er að missa sig. Á hverjum degi talar hann um þessa gulu ítalíu möppu sína sem hann er búinn að búa til og hefur allt í henni tengt ferðinni og talar um ágæti hennar og maður kinkar góðlega kolli til hans.
Ég er aðalega að stúdera hótelmálin en veit ekkert hvað við erum að fara að gera þarna. Pabbi ætti að verða professional fararstjóri

Laufey Sif sagði...

Heimta Loads af myndum :D

Unknown sagði...

Audvitad:)

Jóna Þórunn sagði...

Gaur, hvenær drullastu heim til þín?