Raunveruleikinn tekur við

| |
Kominn heim úr ferð minni um landið. Fórum hringinn, fyrsta sinn hjá mér og kobba, en ekki pabba. Akureyri kom á óvart, gæti alveg hugsað mér að búa þar, og Eigilsstaður voru fallegri í dagsljósi en myrkri (síðast þegar ég kom þangað sá ég staðinn aldrei nema í myrkri), tókst samt ekki að segja hæ við laufey. Toppurinn var samt þegar við sigldum á lóninu með ísjökunum. Sáum seli og fengum að halda á ís, sem var yfir 1000 ára gamall. Mér fannst þetta svo magnað að túristarnir sem voru með mér á bátnum horfðu eitthvað einkennilega á mig. Set myndir hér inn fljótlega, því myndir segja meira en 1000 orð...Endaði svo á því að heimsækja Heimi í Þórsmörk. Það var mjög gaman, fórum í alveg klikkaðar gönguferðir, og svo var fólkið þarna líka svo skemmtilegt. En núna er raunveruleikinn tekinn við, skólinn byrjar á morgun og þá eru það bara námslán og núðlusúpa fram til áramóta. Hlakka til:-D

Engin ummæli: