| |
Fyrsti skóladagurinn búinn á nýrri önn, og ég er strax byrjaður að búa til forrit. Kýs að kalla það Superzonic3000, en það reiknar út sveiflutíma gorms. Annars byrjar þetta frekar rólega, þetta littla forrit mitt var eina heimaverkefnið, og þar sem það er klárað get ég tekið því rólega það sem eftir er af deginum. Ef þig langar að styrka mig í vetur í formi þess að borga fyrir mig stöð 2, þá væri það mjög vel þegið. Var nebbla að átta mig á að dagskráin hjá þeim er klikk, alla vega í vetur. Sótti einnig fría strædókortið mitt áðan, þurfti að bíða í röð í sólarhring (eða að því virðist)

2 ummæli:

Unknown sagði...

Þú mætir bara í gáminn hjá mér og Steina upp á Bifröst. Við verðum að öllum líkindum með stöð 2. Þorsteinn sannfærði mig um að dagskráin núna í vetur væri bara to die for svo ég er ekki í nokkrum vafa að þetta verður góð fjárfesting!

Ágústa Arna sagði...

hvernig væri að fara að blogga?? í svona sex in the city stíl þar sem kjellinn er komin með íbúð í bænum sem er örugglega partýpleiisið!! býst samt ekkivið því enda busý háskólanemi!