| |
Frábært að vakna klukkan 7, fara í sturtu og borða (þó ekki í sturtunni). Horfa síðan út um gluggan á morgunsólina, meðan maður les blaðið og gengur frá nestisbita. Hugsandi, "í dag verður gerð tilraun". 'Eg geng af stað niðurstigan með töskuna fulla af bókum, sibbinn en ánægður með að geta átt tækifæri til að gera eðlisfræðitilraunir á háskólastigi. 'Eg er meira að segja svo heppin að fá far með Friðfinni, upp í skóla. Þegar út í skóla er komið, prenta ég út upplýsingar um tilraunina, og byrja skiggnast um eftir samstarfsffélaganum, en hann er hvergi nærri, ég hugsa með mér "Ætli hann hafi ekki bara sofið yfir sig, karl ánginn sá, en ég mun ekki lasta honum það, enda kappsamur garpur hér á ferð". Loks þegar stundin rennur upp, klukkan á slaginu 08:20 geng ég inn í stofuna góðu, eðlisfræðistofuna. Finn mér gott borð og bíð góðan daginn til þeirra sem rétt hjá mér sitja. Set bækur upp á borð, ydda blýant og stilli upp blöðum. Svo kemur kennarinn, ung sænsk kona (meira babe mundi ég segja) og setur upp skrýtin svip þegar hún gengur inn, horfir soldið á mig eins og ég sé lítill hundur sem á ekki að vera baða sig í vaskinum í eldhúsinu. Mér er þá sagt að ég hefði alveg eins getað haldið áfram að sofa í morgun, ég á ekki að mæta fyrr en í næstu viku...

2 ummæli:

Jóna Þórunn sagði...

:(

Nafnlaus sagði...

Keeeeeemur