| |
Tók þátt í mínu fyrsta hlaupi á fimmtudaginn, ásamt kobba. Bara 5 kílómetrar. Mætti ferskur til leiks, en þó ekki í mínu besta formi. Þess vegna ákvað ég að halda mig aftast við startlínuna og vinna mig upp ef ég væri að fíla mig. Þegar var svo loks kallað á okkur að koma að byrjunarlínunni labbaði ég auðvitað aftastur og lét lítið á mér bera. Sjokkið kom svo þegar kynnirinn kallaði "og allir snúa sér svo við". Ég var fremstur, og ekki séns að troða sér aftast. Þurfti að hlauða ógeð hratt fyrstu 300-400 metrana til að vera ekki fyrir, og þar með drap ég labbirnar í síru. en náði svo að hægja á mér en það var of seint, ég var búinn á því. Endaði frekar aftarlega, en kláraði þó vel, gæti örugglega bætt tímann um 5 til 6 mín næst. Mjög gaman að hlaupa um götur í RVK í lögreglufylgd. Er að spá í að skrá mig í glitnishlaupið, og fara þá 10 Km, þarf þá að vera duglegur að hlaupa næstu tvær vikurnar.
Kominn með lykil að íbúðinni "minni", flyt inn á fimmtudaginn. Ætli maður haldi ekki innflutningspartý í september, kynni það bara hérna á síðunni seinna.

3 ummæli:

Unknown sagði...

haha já þetta var gaman. Mínir helstu keppinautar voru sjötugur kall og feitur prestur. Ég tók þá náttla og rústaði svo mínum hóp sem var sem sagt hópurinn sem var ekki íþróttalegavaxið og hljóp meira og minn bara aftast.
Ég held að ég hafi verið á 32mín. Ætla kannski bara að taka sömu vegalengd í glitnismarathoninu til að reyna að bæta tímann minn

Nafnlaus sagði...

Var að klára 10 km, fyrsta skiptið í lífinu :)verð bara smá að monta mig fyrst þú ert að tala um hlaup ;)... tókst á innan við klukkutíma, jú og svo er það bara aftur Glitnishlaupið þann 18..

Nafnlaus sagði...

10k á innan við klukkara er bara mjög gott!:-)