21 ár síðan ég kom

| |
Afmælið var það rólegasta hingað til. Var staddur upp í sumarbústað með fjölskyldunni og svaf því fram eftir, eða þangað til Mamma og Kolbeinn komu inn til mín syngjandi með KóKó Mjólk (Why?), sem þau gáfu mér í afmælisgjöf. Takk. Eða þau komu reyndar líka með ís, en Mamma borðaði hann. Takk. Fleiri voru gjafirnar ekki, og neyðist ég því til að gefa sjálfum mér eitthvað þegar ég fæ útborgað. En núna er maður orðinn fullorðinn, og kominn á þrítugsaldurinn, úff, mig svimar. Þorði ekki annað en hringja í bankann og tékka hvort ég væri ekki tryggður í bak og fyrir þegar ég verð of gamall til að vinna (sem verður eftir nokkur ár), og jú, ég er save. Með auka lífeyrissparnað, og auka þetta og auka hitt. Man nú ekki hvað ég á að eiga mikið þegar ég hætti að vinna, en það voru tugir milljóna. Trúi því nú ekki fyrr en ég sé það gerast.

P.s. Mikið er byrjað að dimma mikið úti

P.s.s.
Fyrir ykkur sem gleymduð að óska mér til hamingju þá ætla ég að framlengja frestinn fram til mánaðarmóta, en eftir það tek ég ekki lengur við hamingju óskum.

1 ummæli:

Sigurður Smári Sigurðsson sagði...

Til hamingju með daginn í gær! (hjúkk rétt náði) :o)