| |
Ég veit, þetta er frekar dautt hjá mér núna. En ég er líka alltaf að vinna. Þegar samstarfsfólk mitt fattaði að ég svara ekki neitandi við aukavinnu, fékk ég mér sérstaka viðtalstíma til að taka á móti beiðnum. Ekki búinn að fá frí eina einustu helgi í allt sumar. Kominn með íbúð í bænum, endaði á því að ég og Friðfinnur fengum saman "paríbúð". Friðfinnur hringdi sérstaklega til að tilkynna bn.is að við værum EKKI par:-). Verður spennandi að prófa sjá um sig sjálfur, eða alla vega svona út á við. Ef ég þekki ömmu og mömmu rétt þá verða þær með þjónustusamning við okkur, sem við höfum ekki beðið um, en svona er þetta alltaf með mömmur, og ömmur. Það er samt svo mikið búið að gerast sem er gleymt...uuuuuuu Mér var til dæmis tilkynnt af manni einum að hann ætlaði að kæra mig til lögreglunnar af því að hann brenndi sig á kollinum þegar hann fór undir sturtu upp í sundlaug. Ég var óvart að vinna þann daginn og er því ábyrgur fyrir öllu sem kemur fyrir þennan blessaða mann. Ekki séð neina kæru ennþá, og efa ég muni sjá kallinn aftur. Enda lét hann eins og barn. Ég bauð honum að lýta á lagnirnar sjálfur fyrst ég, og mín töfraþulubók gátum ekki lagað þær. Hann frussaði bara eitthvað á mig, og sagði mig "óhæfan til að sinna mínu starfi". Endaði með því að ég þurfti að ræsa út pípara, sem skipti öllu draslinu út... Mig langar samt bara að byrja í skólanum, nenni ekki að hanga í vinnuni allann daginn, og þar með gera ekki neitt. Sumarbústaður um næstu helgi með The Fjölskyld, það verður sko langþráð frí.

2 ummæli:

Laufey Sif sagði...

Wow... mér brá. Bara vani að tékka á þessu "bloggi" og finna ekkert blogg. Las ekki einu sinni það sem þú skrifaðir var svo spennt yfir því að það væri komið Blogg!!

Unknown sagði...

Ohh og ég sem þarf að vinna næstu helgi ohh. Hlakkaði til að geta relaxað í bústó með fjölló