| |
Vá hvað þol er fljótt að koma. Fór út í dag og hljóp stóran hring með iPod, sem reyndar varð batteríslaus eftir 15 mín! Planið er að fara aftur út á morgun og sunnudag. En annars er ég létt nettur. Mikið að gera þessa helgi, lesa bók, reikna heimadæmi, klára efnafræðiverkefni, klára tölfræðiverkefni, hlaupa...Held að það sé líka hópferð á Munich. Er farinn að huga að sumarvinnu. Mörg járn í eldinum, mis heit reyndar...

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það má alveg líta á það þannig að þol sé fljótt að koma. En önnur leið til þess að líta á þetta er: Vá hvað þol er lengi að koma!

Jóna Þórunn sagði...

Fer náttúrulega svolítið eftir því hvernig þjálfun maður hefur verið í áður. Þeir sem eitt sinn hafa gott þol geta auðveldlega komist í form aftur, þ.e. ef allt er eðlilegt. Ég er t.d. alveg lipur eins og lamb þessa dagana, þó ég hafi verið þung eins og hvalur um jól. Svona er þetta nú magnað allt saman.

Nafnlaus sagði...

Já, líka bara spurning um hugarfar.

Laufey Sif sagði...

...haltu áfram að reyna við Austurlandið!

Magnús Kristinsson sagði...

Will do sir

Nafnlaus sagði...

Jamm hugarfarið skiptir þvílíkt miklu máli;)