| |
FÓLK SEM KANN EKKI NEITT, SKILUR EKKI NEITT OG VEIT EKKI NEITT Á EKKI A? HAFA BÍLPRÓF!

Nei ég er kannski ekki alveg svona pirraður en hvað samt málið hjá sumum? það var bakkað á mig í dag af ungri konu. Ég auðvitað fer út úr bílnum, tékka á skemmdum og kem auga á dæld í hurðinni sem var augljóslega eftir bílinn hennar. Ég hef nú ekki mikla reynslu af svona tjónaveseni þannig að ég spyr hana bara um Símanúmer sem hún neitar mér um(?) þannig ég spyr um heimilisfang og tek niður bílnúmerið hennar. Seinna um daginn ætlað égi að tala við hana en þá kom maðurinn hennar út og var greinilega að undirbúa sig undir einhverskonar átök...En ég var pollrólegur að vanda og var ekker að æsa mig þótt hann væri æstur. Benti honum á skemmdirnar, hann neitaði þær væri henni að kenna...ég brosti...hann sagðist vinna við að gera við bíla og vissi alveg hvað hann væri að tala um....Ég sýndi honum þá aftur brotinn lista og dældina á hurðinni...Hann endurtók allt afur...Ég útskýrði fyrir honum að þetta hafi nú verið soldið högg og líkurnar á að ekkert hafi komið fyrir bílinn séu hverfandi, auk þess sem það séu dæld í hurðinni sem ég hafði aldrei séð áður. En hann hristi bara hausinn... þannig að ég þakkaði honum bara fyrir og fór. En málið er ekki búið, bílinn fer í tjónaskoðun(held ég að það heiti) eftir helgi og þá fáum við þetta bætt.

10 ummæli:

Jóna Þórunn sagði...

Þú verður bara að vera harður Magnús, ekkert eitthvað "en hérna, já, það er þarna dæld á hurðinni, sem að, hérna, var ekki þarna áður". Auðvitað átti kerlingar andskotinn að gera með þér tjónaskýrslu, og andskotast til að láta þig hafa alla vega nafn og símanúmer. Svona fólk á bara ekkert að ganga laust.

Magnús Kristinsson sagði...

já og það versta var að við fundum svo aðra beyglu og líka beylu á listanum á bílnum sem er greinilega eftir stelpuna.

Afhverju getur fólk ekki viðurkent mistök sín.

þetta er eins og að segja: Já nei ég drap hana sko ekkert. Þetta stungusár var náttla bara löngu komið.

En það verður gaman þegar hann þarf að bæta þetta allt og þá getum við farið heim til hans og baara FACE

Nafnlaus sagði...

úbs þetta var víst ég sem sendi þetta

Nafnlaus sagði...

Díses!! afhverju hringdiru ekki á lögregluna og fékkst bara skýrslu á staðnum! Og vá hvað u ert altaf kurteis, ég hefði abbast aðeins meira!;) En jamm, vona að þetta fari vel!

Magnús Kristinsson sagði...

Bílinn fer í tjónaskoðun eftir helgi og þá fáum við þetta bætt.

Nafnlaus sagði...

Hahahaha, það er svo fyndið fólk sem er alveg staðráðið í að láta ekki vaða yfir sig.

Nafnlaus sagði...

Lang best að hringja á svínin og láta þau gera skýrslu á staðnum. Ekki eins og það sé mikið að gera hjá þeim hehe....ekkert illa meint Hjalti! :D

Nafnlaus sagði...

hver er þessi helgi

Nafnlaus sagði...

ég myndi hringja í séð og heyrt og DV og láta þau grafa upp skítin um þetta fólk. Birta svo harðorða grein um þau sem flettir af manninum sem barnaníðing og konunni sem vændiskonu á elliheimilum á landsvísu....

Magnús Kristinsson sagði...

Ég hef nú samt grun um að þetta eigi allt eftir að blessast