| |
Var ég búinn að minnast á að systir mín er ófrísk?! Við vitum ekki ennþá eftir hvern en....nei það er nú reyndar grín. Hún og Skúli alveg að deyja úr gleði. Man reyndar ekki hvenar það á að koma í heiminn en það skiptir kannski ekki máli...Á mjög erfitt með að sætta mig við þá staðreynd að mamma og pabbi eru að verða amma og afi, ég sem læt næstum því ennþá mata mig. Svo er líka skrýtið að systir manns sé að verða mamma einhvers og ég sé að verða frændi einhvers. Svo er líka skrýtið að ég er að verða 20 og áðan hló ég mig máttlausan þegar Einar prumpaði...Þau eru ekkert búinn að ákveða með nafn ennþá en ég stakk upp á Magnús (eins og ég geri alltaf þegar einhver er ófrísk(ur?) og er ekki búin(n?) að ákveða með nafn) en því var tekið með þögn og skiptingu á umræðuefni.

Núna í spilun: Slide by Goo Goo Dolls

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæhæ Heimir hér hahahahaha "einkahúmor dauðarns" en allavegana ég er tilbúinn að veðja upp á það að barnið verður strákur sem verður skírður Heimir The Second

Jóna Þórunn sagði...

Ég held að þau ættu ekkert að pæla í nafni strax. Þar sem þau vita ekkert hvort krílið sé strákur eða stelpa þá geta þau ekkert ákveðið. Væri frekar sérstakt ef þau skírðu stelpu Magnús, eða strák Jónu.

Engar áhyggjur segi ég. Systir mín er ekki enn búin að skíra, og lilli boy er orðinn 3ja mánaða. :)

Laufey Sif sagði...

Hehe Jóan kannski ætlar systir þí að geyma það til fermingar og leyfa kæjanum að velja sjálfur nafnið ;)

Nafnlaus sagði...

Það er náttúrulega eitt strákanafn og eitt stelpunafn svo maður sé við öllu búinn. En hins vegar er örugglega alltaf betra að sjá barnið fyrst svo maður skíri ekki ljóshærða stelpu Hrafnhildi eða fallega stelpu Bergljótu.

Magnús Kristinsson sagði...

Svo er skýrnin ekki nafngjöf...