| |
Páskafríið byrjar eftir 120 mín. Þarf bara að sitja í gegnum einn fyrirlestur, og þá er ég frjáls! Mætti í morgun í fyrirlestur í eðlisfræði II, ásamt nokkrum hræðum, ætli það hafi ekki mætt svona 15 af þeim 200 sem eru skráðir í námskeiðið, sem er ekkert skrýtið þar sem ég hef ekki skilið eitt orð af því sem maðurinn hefur verið að segja í allann vetur, þótt ég geti lesið bókina og reiknað dæmi. Það er bara eitthvað við hvernig hann setur þetta fram, að maður nær ekki að fylgja honum nema í nokkrar mínútur í einu. Held að hann sé dæmi um ofgáfaða manneskju. Planið í páskafríinu er einmitt að læra í eðlisfræði, lesa helst 10 kafla, eða rúmlega einn kafla á dag. Ég er svona temmilega bjartsýnn á að það takist, enda hef ég í gegnum tíðina alltaf haft þvílík lærdómsplön um páskanna, sem síðan nást ekki alltaf.
Svo var ég í prófi í stærðfræðigreiningu II í gær, það gekk mjög vel, enda var prófið létt og skemmtilegt.

P.s
Rak augun í það á mbl.is að Osló er dýrasta ferðamannaborgin, en hún hefur einmitt verið sú borg sem mig hefur næst síst langað til að heimsækja, á eftir Baghdad. Þar með náði hún líklega markmiðu sínu, og komst fram úr Baghdad á mínum fræga lista. Til hamingju Osló.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Pyongyang er semsé ofar á listanum en þessar tvær borgir. Þetta er þá kannski eitthvað fyrir þig: http://www.korea-dpr.com/kfa2007/