| |
Ég hef verið að velta fyrir mér verslaunarferðum mínum undanfarna daga. Það hefur komið mér mikið á óvart, hver oft ég fer út í búð til að kaupa í matinn, alveg einusinni á dag. Mér skilst það sé óeðlilegt, og að fólk kaupi almennt frekar mikið í einu, og borði það hægt og rólega yfir vikuna. En þar sem ég er bara með tvær hendur, og nenni ekki að burðast með mikið heim úr búðinni, fer ég frekar á hverjum degi, og kaupi í staðinn bara lítið í einu. Í dag fór ég t.d og keypti ost, bara ost. í gær var það reyndar skinka, gúrka, tónmatar og mjólk, enda var laugardagur. Einnig finnst mér gaman að geta "átt það eftir" að fara út í búð, þegar ég kem heim úr skólanum, því mér finnst gaman að rolta rólega þangað, kannski með iPod í eyrunum, eða eitthvað skemmtilegt um að hugsa.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Af hverju ertu búinn að taka út að þér þykir mars ekki gott? Ertu búinn að skipta um skoðun? Þú hefur kannski skipt um skoðun í einni af þessum búðarferðum?

Unknown sagði...

já það er sko einfalt að gleðja einfalda

Nafnlaus sagði...

Hellú gaman að sjá þig loksins í dag;) En smá punktur þú átt að fara í Bónus 1x til 2x í viku og fylla frystirinn þinn þótt hann sé lítill og kaupa meira í einu t.d. heilann kjúlla á tilboði ódýru skinkuna og frysta helmingin og allt sonna ódýt skiluru;) Ef þú gerir þetta þá verðurðu ríkur einsog ég;) DJÓK en Þetta er ég búin að sjá eftir að hafa þurft að versla sjálf inn í hva 3 ár þetta sparar manni ýkt mikið ef þú ert alltaf að fara þá er það dýrara:P

Svana:)