| |
Þá er ég búinn að skrifa undir hjá Hönnun (eða Mannvit, þeir voru að breyta nafninu í dag), og gæti ég ekki verið sáttari við dílinn sem ég fékk, bæði hvað varðar laun og vinnutíma, sérstaklega þegar maður horfir til þess að ég kann ekki neitt. Ef ég þekki mig rétt þá á ég eftir að vinna þarna næstu árin, jafnvel næstu áratugina. Hér með er ég sértækur sjálfskipaður talsmaður Mannvits. Þeir eru bestir.
Prófin eru samt óhuggnalega nærri. Frekar mikið stress þar í gangi, sérstaklega eðlisfræðin, sem verður pain. En þetta hefur nú alltaf gengið hingað til þannig maður verður að vera bjartsýnn.
Svo ætla ég að flytja heim á selfoss 1 júní, þannig ef þig vantar eitthvað af þessum hlutum þá máttu endilega kaupa þá af mér:

Tvíbreitt rúm - 20.000 (þægilegasta rúm sem ég hef sofið í, kostaði shit loads)
ísskápur - 5000 (hann er alveg 160 cm að hæð, alveg risa og virkar vel)
Stórbókahilla - 4000 (þessi er góð og líka flott, keypt í IKEA á 15.000 fyrir ári)
4 Stólar - 250 sykkið
Hægindastóll - 1000 (samt ekkert lazyboy sko, en virkar þó)
leður hægindastóll - 2500 (samt ekki ekta leður)
Skrifborð - 2000 (ársgamalt IKEA skrifborð)
Sjónvarp - 5000 (örugglega 24 tommur)

Hafið samband með því að kommenta, eða senda mér mail á mmk1(@)hi.is

2 ummæli:

Laufey Sif sagði...

Ég vil blómastólinn.

Nafnlaus sagði...

Hann er þinn