| |
Jemin. Ég kom sem sagt heim í gær fyrir goðvild Hjalta, sem ferjaði mig yfir heiðina. Þegar heim var komið, kom yfir mig þessi rosalega syfja, þannig ég fór inn á skrifstofuna hennar mömmu, og lagðist á sófann, breiddi teppið yfir mig og bað heimilisfólkið að vekja mig þegar kvöldmaturin yrði settur á borð. Nokkru síðar vaknaði ég, fór fram og sá á að klukkan var að skrýða í átta. Ég fór auðvitað inn í eldhus, en þar var enginn matur, og í raunar ekki neitt nema uppvaskið. Þá áttaði ég mig á því að klukkan var ekki 8, heldur 8. Ég hafði "lagt" mig í 13 tíma. Heimilsfólkið lá sem sagt uppi sofandi, og gerir það enn, á meðan ég sit og horfi á fréttirnar frá gærdeiginum á ruv.is og blogga.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Pappakassi ;)