| |
Þá byrjar sá tími ársins þegar blóðþrýstíngur minn er í hærri kantinum. Ég fór sem sagt í fyrsta prófið í dag, Stærðfræðigreining 2B. Ég var skítsæmilega undirbúinn undir prófið, og gekk mér alveg ok með það. Var að skoða lausnina áðan, og mér sýnist ég alveg hafa náð. Næst er það svo Líkindi og Tölfræði á laugardaginn, sem verður gagnapróf. Það þýðir í raun bara það að ég verð með alltof mikið af efni með mér í prófinu, og finn svo ekki hluti sem ég þarf að nota, eins og gerðist í greiningu burðar fyrir ári, þá kom ég með heila skólatösku af blöðum og bókum um efnið, og notaði ekkert af því af því ég bara fann ekki neitt.
Kom við hjá Heimi á leið minni heim og sofnaði í sófanum hjá honum í 2 tíma, nánast án þess að taka eftir því, svo gaf rútubílstjórinn mér farið heim, af ástæðum mér óþekktum.

Engin ummæli: