| |
Sumarið er formlega byrjað, og ég er að dýrka það.
Ég kláraði prófin síðasta föstudag, búinn að fá úr einu prófi (stærðfræðigreiningu 2) og kallinn náði auðvitað með ágætis einkun. Byrjaði svo aftur að hlaupa í gær, en tek þessu nú samt frekar rólega til að byrja með, enda í ömurlegu formi eftir veturinn, þar sem ég hreyfði mig ekki neitt. En gott að vera alla vega byrjaður. Ég get ekki sagt annað en ég sé mjööög spenndur fyrir þessu sumri, sérstaklega út af nýju fínu vinnuni, en ég er einmitt að fara þar morgun. Ég á víst að mæta í pollagalla, og verð ég sendur í einhverjar mælingar á morgun, hvernig mælingar það eru, hef ég ekki hugmynd um (kem því hingað inn hérna á morgun). Planið er að vera í hörkuformi í enda ágúst, því þá langar mig að fara á sólarstönd, þótt ég sé ekki búinn að panta eða neitt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vinur minn var í stærðfræði greining og náði 1 annað skiptið og fór í stæ2 og hann sagði þetta er var VANGEFIÐ þannig að til hamingju / anna sig

Nafnlaus sagði...

Þú átt að mæta í vöðlum Magnús, Í VÖÐLUM!

Kveðja, Torfi