| |
Vá, ég er að blogga í vinnuni. Ég var að fá út úr næsta prófi, eðlisfræði 2, og auðvitað náði ég, þó ekki með nema 6, en ég er mega súper sáttur við það, enda ömurlega leyðinlegasti áfangi sem ég hef farið í. Já og vinnan mín er frábær, allir voða skemmtilegir, og svo er ég með mitt eigið skrifborð, síma, tölvu og allt! Er búinn að vera mæla í allann dag, og er alveg dauð þreyttur eftir að hafa verið að ganga upp alla Þjórsá (í stígvélum dauðans, þau soga nánast til sín vatn og steina). Það er greinilegt að maður er ekki velkominn þarna, því bændurnir öskruðu á okkur um að drulla sér út af landinu þeirra, sem við gerðum pent. Á morgun fer ég svo á eitthvað námskeið í bænum, um hvað veit ég ekki. Þangað til seinna.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú varst náttúrulega bara flottur á skokkinu í gær, tókst þig vel út og ert líklegur til að vera kominn í hörkuform í haust. Hitti þig svo í morgunkaffi á föstudaginn nema bændurnir verði búnir að gera ykkur mælingarmennina upptæka...:o) Kv. Gugga.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir það Gugga Gugg, við sjáumst hress í kaffinu á morgun:-D

Nafnlaus sagði...

Heyrðu akkuru get ég ekki komist inn á i-tunesið ykkar bræðra? þið verðið að gera einhvað í þessu!
Og síðan að skrifa einhvað svo að maður geti lesið einhvað um þig ;)

Nafnlaus sagði...

já Tvíbbi minn, ég tékka á þessu næst þegar ég kem í heimsókn:-D
Svo kemur fljótlega færsla hérna inn...

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri að fara að skrifa einhvað svo að maður geti séð hvað þú ert að gera af þér þessa daganna, annað en að vinna! Maður er nefnilega alltaf svo bissi sjálfur að maður hefur ekkert getað hitt þig krúsí mús!"