| |
OK Svana, ég hef bara svo mörgum hnöppum að hneppa. Bloggið hefur þess vegna orðið soldið úti, en núna er það 3x færslur á viku, hið minnsta. (Og fyrir áhugasama er ég kominn með síma aftur, endilega sendið SMS á númerið 6901938 með nafni til ég geti haft ykkur í símaskránni minni)
Ég er stundum að læra á þessaðri blessaðri bókahlöðu, er alltaf þar sem tölfurnar eru á 2. hæð. og það er alltaf sama fólkið þarna dag eftir dag. Það er nánast hægt að segja að maður eigi sér sinn stað og kannist við flesta sem eru þarna. Einnig er nánast óþægileg þögn á þessum stað, og allir voðalega sokknir, hver í sína bók. En þar sem ég stend oft upp til að teygja á táslunum mínum veit ég að þeir sem eru með ferðatölfur með sér (sem eru flestir) eru bara á MSN og lesa á milli þess sem hinn aðilinn er að skrifa til baka. Svo gafst ég upp á Strætó. Ég geng núna heim úr skólanum, þótt það taki mig hátt í klukkutíma. Það tók mig hvort sem er allt frá 30 til 45 mín að taka strætóinn heim þannig að ég er ekki að missa af miklu, hvað tíma varðar. Svo er ekki það mikið eftir af þessari önn, ég er í prófum 3, 11 og 14 Maí, sennilega besta próftafla allra tíma, veit um fólk sem er í þrem prófum á þrem dögum...En þangað til seinna

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta gladdi mig svo mikið:)

Laufey Sif sagði...

It´s alive!!! ;)

Jóna Þórunn sagði...

:)

Ágústa Arna sagði...

my phone number is 8669263 haha ég mndi gemsa nr mitt! en ekki samt hringja til að anda í símann:) missya! þú ert svooooo langt í burtu e-d....!

Nafnlaus sagði...

Þvílíkur kvennamaður bara stelpur sem kommenta hjá þér;)

Unknown sagði...

Já, ég var einmitt að pæla í þessu áðan. Og allt stelpur sem fóru með sunddeildinni til Danmerkur 2002!