| |
Ég og mamma dönsum saman rigningardansa út í garði. Ég verð að fá smá skúr, þoli ekki mikin hita þegar ég er að vinna, eins og í dag. Varð svo sveittur að ég talaði varla um annað við Unni samstarfskonu. Lýsti því vandlega hvar ég væri sveittastur, og hvar ég var feignastur að vera ekki sveittur (án þess að vera með einhvern dónaskap). Tók svo rosalegan sturtu eftir vinnu, vel kalda. Svo var grill og pottur með Einari, Gunnari, Marie, Heimi og Kobba eftir sturtuna. Heimir fékk íbúð í bænum fyrir veturinn. Sem þýðir að hann verður mikið í bænum í vetur, sem þýðir að við eigum ekki eftir að hittast jafn mikið næsta vetur, sem þýðir að ég verði að hitta hann um helgar. þetta þýðir allt að nýr kafli í lífi mínu fer að taka við, háskólalærdómskafli.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ef það fer að rigna þá geri ég þig sekan um það og muntu fá hæfilega refsingu ! veit reyndar ekki en hvað það er en ég veit það bráðum.