| |
varð að vakna klukkan 4:30 í nótt til að skutla pabba út á flugvöll, hann keyrði reyndar þangað og ég sat við hliðin hans milli svefns og vöku. vorum um 25 mín í bæinn og 25 mín þaðann til Keflavíkur, ágætis meðalhraði. Kom við hjá Heimi á leiðinni heim og fórum við í morgunkaffi í kaffivagnunum við höfnina, nettur staður og einkennileg lykt þar inni, en maturinn ágætur. var svo kominn á Selfoss um 8. Hlaupin eru að koma aftur, fór um 8 km í gær og var mjög sáttur, en smá þreyttur. Þarf að vinna í dag, þannig að ég fer aftur á morgun, þá líklega aftur 8 km. Svo fer þetta að lengjast þegar ég fæ ipod-inn úr viðgerð. ætla núna að leggja mig, enda fékk ég 3 tíma svefn í nótt.

Núna í spilun: Hate to say i told you so by The Hives


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mikid ROSALEGA ertu duglegur! eg daist ad ther!

mer gengur hins vegar ekkert of vel med hlaupin herna i afriku :S.... verd ad fara ad gera eitthvad i thessu .. !!! hananu!

Magnús Kristinsson sagði...

já endilega að koma sér af stað:-Þ Þýðir ekkert annað sko

Nafnlaus sagði...

er ekki þjóðaríþrótt afríkumanna að hlaupa undan ljónum? allaveganna hélt ég að það væri ástæðan fyrir því að blámenn eru svona góðir í maraþonum