| |
Ég varð að hemja reiði mína í dag þegar ég fékk 0 stig fyrir dæmi á prófi sem ég reiknaði rétt. Talaði við kennarann og hann neitaði að gefa mér nokkuð fyrir það vegna þess að ég notaði aðra og einfaldari aðferð en hann. Skil ekki svona pólitík, rétt lausn er rétt lausn og það á ekki að refsa fólki fyrir að vera gáfað. Hefði alveg sætt mig við að fá alla vega helming fyrir dæmið (eins og maður sem sættir sig við að vera saklaus í fangelsi í 20 ár í stað þess að vera tekinn af lífi) en nei, ég fékk jafn mikið fyrir svarið mitt og górilla hefði fengið fyrir sitt svar. Stundum skil ég ekki fólk.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sko, ef aðferðin er vitlaus á ekki að gefa rétt fyrir dæmið þó þú hafir grísað á rétta útkomu. Þ.e.a.s. ef þú hefðir notað aðferðina á annað dæmi hefði það verið vitlaust. Þú ert nefnilega að læra aðferðina en ekki að finna svar við einhverju einstöku dæmi. En ef aðferðin þín er alveg jafn góð og aðferð kennarans nema bara einfaldari þá hefðirðu átt að fá bónusstig. Ef hún er einfaldari þá er hún betri.

Magnús Kristinsson sagði...

Já ég grísaði nebbla ekki á töluna, notaði bara aðra aðferð sem er alveg jafn góð og aðferð kennarans...

Nafnlaus sagði...

ÉG ER SAMMÁLA ÞESSU MEÐ BÓNUSSTIGIÐ.
OG ÞAR SEM ÉG VEIT HVAÐ ÞÚ ERT GÁFAÐUR EN VEIT EKKERT UM GÁFUR KENNARANS ÞÁ ER ÞAÐ Á HREINU AÐ ÞÚ ÁTT AÐ FÁ BÓNUS OG BLÓMVÖND FYRIR ÞÍNA SNILDAR LAUSN.
ER ÞÉR EKKI FARIN AÐ RENNA REIÐIN NÚNA ? ÉG HEFÐI SAMT VILJAÐ SJÁ ÞIG Í HAM.
ÞÚ ERT SNILLINGUR OG HAFÐU ÞAÐ GOTT.
EINLÆGUR AÐDÁANDI.

Magnús Kristinsson sagði...

Lísa er sko kona sem ég var að vinna með, hún er mikið eldri en ég og er gift....En jú mér er runnin reiðin:-)

Nafnlaus sagði...

Ef aðferðin er jafn góð og sú í stærðfræðibókunum, en einfaldari, sem þýðir að hún sé betri þá er ekki nóg með að þú eigir skilið bónusstig heldur líka frægð og frama fyrir að uppgötva nýja aðferð. Það ætti að hafa grein um þig í stærðfræðibókum framtíðarinnar.

Magnús Kristinsson sagði...

Geggjaði. "Notaðu bara Mr Megnus á þetta" segja krakkar í framtíðnni.

Nafnlaus sagði...

Úff, eru ennþá til svona kennarar?

Ef maður er bara að læra aðferðir en ekki fá réttar lausnir, þá þarf ekki endilega að þýða að maður skilji samt hvað maður er að gera. Það er t.d. ekkert mál að fylla bara út í formúlu án þess að skilja hvað dæmið er um...

Svona kennara ætti að rasskella.